Erfingarnir og peningar!

     

    Hvar er væntumþyggjan ef fólk hættir að hugsa um sína nánustu vegna deilu um peninga. ÉG SPYR !

Við hjónin eigum vin ,og mikið finn ég til með honum ,dóttir hans hefur ekki heimsótt hann síðan fyrir jól, tók hann  td.ekkert heim um jólin.Það gerðum við hjónin hinsvegar, og var hann mjög hrærður og þakklátur fyrir það. Seinast þegar þau komu (rétt f. jól ) þá sagði starfsfólkið okkur hjónum það að hefði verið mikið ,,rifist" inn  í herberginu  hjá honum og að annar eins hávaða hefðu þau ekki heyrt,enda er bannað að VERA MEÐ  hávaða á sjúkrastofnunUM  það hefði þau átt að vita og sá gamli var á ,,Líknardeild".þAÐ GETUR VERIÐ GOTT AÐ EIGA PENINGA,EN VIÐ KAUPUM EKKI HEILSUNA FYRIR PENINGA,EN ÉG HELD AÐ Í ÞESSU TILFELLI  EINS OG Í SVO MÖRGUM ÖÐRUM ,ÞÁ VAR HUGSUNIN SÚ  HJÁ GAMLA MANNINUM AÐ VERA ENGUM HÁÐUR ´A NOKKURN HÁTT ÞEGAR STARFSDEGI LYKI,OG EIGJA JAFNVEL NOKKRAR KRÓNUR EFTIR VIÐ ,,LOKA UPPGJÖR" ! HUGSUM BETUR UM ,,ELDRIBORGARANA" OKKAR, TD. MEÐ HEIMSÓKNUM ,SMÁ BÍLTÚR EÐA SÍMTALI (ÞAR SEM ÞAÐ ER HÆGT) .SKAPIÐ EKKI VANLÍÐAN OG ÓVILD ÚT AF  ,,PENINGUM SEM  ÞIÐ EIGIÐ EKKERT Í ".

Trygglyndi- Vinátta

Við hjarta hvers manns er eyra Guðs. Eyru manna heyra mannlegar raddir. Eyra Guðs heyrir rödd hjartans.

Ég hef verið talin ,,trygglynd" og svei mér þá ég er farin að trúa því sjálf!Ég er í góðu sambandi við vini mína sem ég kynntist fyrir 50 árum er ég þurfti fyrst að fara að heiman í skóla.Mér fannst erfitt að fara að heiman frá öllum systkinum mínum fimm þar af var nýfæddur bróðir, pabbi mamma afa minn  og hún Maja amma sem var alveg einstök manneskja ég var mjög hænd að henni eins og við vorum öll systkinin.

 Já margt kenndi hún mér hún amma sem ég bý að alla mína ævi. Sem unglingur þurfti ég oft að dvelja á sjúkrahúsinu á Isafirði  og fékk sjaldan heimsóknir ,foreldrar mínir áttu ekki bíl,ég held að Áka jeppinn hafi verið eini bíllin í Súðavík þá, seinna fengu þau  Rannveig ljósmóðir og Frissi á Stöðinni sína jeppa.

Pabbi fékk stundum far með ,,beinabíl" úr Víkinni og hafði hjólið með til að fara á því til baka. Oft leiddist mér , ég var á stofu sem var kölluð ,,Salurinn"og var 7 eða 8 manna stofa og oftast voru allar konurnar sem voru með mér 80 ára og eldri og búnar að fá ,,alvarleg áföll"svo það var lítið um félagsskap.

 Og á  lífsleiðinni hef ég reynt eftir mætti  þegar heilsan hefur verið svona þokkaleg að vera dugleg að heimsækja fólk á spítala og einnig  nokkra einstaklinga sem ég hef kynnst í lífinu og eiga nú um sárt að binda og eru einmana.Þetta gæti ég ekki nema afþví ég á einstakan mann sem styður mig í þessu!

Og ég veit að þetta gleður hana ömmu mína,blíðari og trygglyndari manneskju er ekki hægt að finna! í ,,Lysis" samræðum Plató,um vináttuna segir Sókrates að meðan sumir meti mest hunda, fína hesta og fl. meti hann innilega vináttu meira en bestu dýr veraldar og meira en allt persneskt gull !

 já þetta var smá hugleiðing um hana Maju ömmu mína, og það sem hún kenndi mér um,    

Vináttu og tryggð!


Hvar er Vidalínspostillan ?

       Hérna áður fyrr,höfðu  flestir á mínum aldri heyrt talað  hana,, Settu í Skógum" í Þorskafirði (fæðingarstað Matthíasar Jochumssonar).Sesselja var fædd 31.janúar 1875 og dáinn 1976 varð því rúmlega 100 ára,hún var systir hennar Maju ömmu minnar sem ég ólst upp með í Súðavík..Hún(Maja amma)  sagði mér fyrst frá ,,Vídalínspostillunni" hún var ættargripur í hennar (minni) fjölskyldu.Það kom eitt sumarið þjóð- þekkt kona úr Reykjavík í heimsókn til hennar Settu og bað hana að lána sér bókina sem hún og gerði.Ég hef undir höndum bréf frá konunni þar sem hún segist senda henni bókina við fyrsta tækifæri,en aldrei kom bókin.Fyrir nokkrum árum talaði ég við konuna og hélt hún sig hafa verið búin að skila Settu bókinni,en ég veit fyrir víst að svo var ekki.Títtnefnt kona sendi hinnsvegar Settu ,,híjalíns" kjól og þótti okkur í fjölsk. það heldur broslegt,því hún Setta frænka gekk alltaf í ,, smekkbuxum" nema þegar hún brá sér td.í heimsókn til systur sinnar í Súðavík. Nú er konan sem fékk bókina að láni látin hún hafði aldrei samband við mig.Ég hef talað við son konunnar og þóttist hann ekki kannaðist við að móðir hans hefði haft Vídalínspostilluna að láni,en hver vill ekki eiga slíkan dýrgrip sem bókin er ?Hvar er ,,ættargripurinn" minn?

 

 En að lokum ein lítil saga af henni Settu frænku, hún kom fyrst til Reykjavíkur um áttrætt og þá til að fara til augnlæknis.Við hittumst heima hjá Sverri frænda og nú skildi Setta horfa sjónvarp í fyrsta sinn og hún brást þannig við að hún gæti ekki látið fólkið í sjónvarpinu sjá sig í þessum kjól(sem var ágætur) hún vildi fara í peysufötin sín (sem hún gaf mér svo seinna) .Hún hélt að fólkið í sjónvarpinu sæji hana líka.Svona var hún Setta frænka mín!


Sumardagurinn fyrsti (hugleiðing)

 

Ég óska vinum, vandamönnum og bara öllum er það ekki ,,gleðilegs sumars". Mér var óvenju mikið hugsað til bernsku minnar í gær sumardaginn fyrsta.Ég er alin upp við að gefa sumargjafir,og geri enn og á eftir kemur sonur minn Gísli Kristinn með börnin sín þrjú þau Hrannar Loga Elmu Dröfn og Maren Rún til að sækja ,, Sumargjafirnar" sínar.En það er ekki auðvellt að gefa börnum í dag þau eiga svo mikið af öllu mögulegu ,en ég er svo gamaldags að ég gef alltaf föt.Ömmustrákur í Hafnarfirði Ævar Örn sagði þegar við komum í afmælið hans í haust( með óánægju tón)þið gefið mér alltaf mjúkan pakka svo nú fengu þau(í Hafnarfirði) geisladiska og bækur,og vona ég að þau hafi verið ánægð með það.Svo fá Stína og Bríet á Akureyri pakkan sinn í dag.,og gaman verður að vita hvernig þeim líka gjafirnar, en tekið skal fram að Bríet   hennar Stinu minnar er hundur. En nú er ég í vondummálum, ég gleymdi að kaupa gjöf handa Fróða ( Það er hundur )hans Gísla míns, það má aldrei gera upp á milli,sama hvort það eru dýr eða menn ,svo ég má bæta úr því fljótlega.En talandi aftur um sumargjafir,þá voru gjafirnar sem við systurnar( Didda,Svanna og Sirrý) fengum td. vasaklútar með fallegum myndum,hárborðar í ýmsum litum og svo sportsokkar svo eitthvað sé nefnt. Já og svo fengum við oft strigaskó annaðhvort frá afa og ömmu eða pabba og mömmu,og ég man ekki eftir öðru en við höfum verið glaðar og ánægðar með gjafirnar okkar .Ég held að börn í dag þurfi stærri gjafir til að verða ánægð. Eða er það ekki rétt hjá mér?                                                                                        
 

Fráskilin að vestan!

 

   Fyrir ca.15 árum vann ég með bráð-skemmtilegri konu ,hef aldrei kynnst nokkurri manneskju á lífsleiðinni sem gat svarað eins skemmtilega fyrir sig og hún, og verið fljót að því.Þegar við kynntumst var hún í hjónabandi no.2.Það vill svo til að hún á ættir sínar að rekja í sama sveitafélag og ég,þaðan var hennar fyrri maður líka,mig minnir að þau hafi átt saman 5 börn.Það var sama hvort þeirra ég hitti ,ef maður nefndi nafn hins þá fóru þau alltaf upp á ,, háa séið".

Hún varð ekkja fyrir nokkrum árum, eftir 35 ára hjónaband og fyrri maður hennar var  aftur orðin einn. Ég hitti konuna fyrir ca.2 árum, og ég sagði svona að stríðni við hana,,tekur þú ekki bara saman við mann no.1? Ég vissi ekki hvert hún ættlaði,hún sagði meðal annars,,aldrei í lífinu ég fæ Grænar".hún sagði líka fl. sem ég set ekki á  prent.Við hjónin eigum vin sem býr í sama húsi og maður no.1 , 

Þar sem hann vissi  að ég þekkti manninn segir hann okkur fyrir stuttu þær fréttir ,að hann(no.1)væri komin með konu og svei mér þá ef hann hafði ekki verið giftur henni á árum áður.Vaá, hver skildi þetta vera?Forvitnin var að drepa mig.

En svo lendir gamli vinur okkar á spítala,og þegar hann mátti fara heim þá sóttum við hann,og hver haldið þið að sé að koma út úr Kringlunni á Lspt. og haldast hönd í hönd, ánægjan skein úr andlitum þeirra.Það voru vinkona mín og maður no1. ég trúði bara ekki því sem ég sá.En til að gera langa sögu stutta,þá hringdi ég í vinkonu mína til að fá fréttir ,hún sagði sagði orðrétt við mig ,, við ákváðum að slíðra sverðin" Hugsið ykkur hvað þetta auðveldar margt fyrir börn þeirra og barnabörn.Hann varð 85 ára í vikunni og nú sitja þau  með bros á vör og haldast í hendur! Stundum getur lífið verið dásamlegt, eða hvað finnst ykkur.?                                                                                       

 

Hjúkrunarforstjóri hættir!

Hún  Björg (vinkona mín) hefur hætt hjá NLFÍ í Hveragerði ,kom það mér mjög á óvart: En ég óska henni velfarnaðar í því nýja starfi sem hún tekur nú til starfa við. Hún á allt gott skylið  hún Björg finnst mér og örugglega mörgum öðrum.Það er ekki öllum gefið að vera stjórnendur,og sumir ættu ,,ALDREI" að koma nálægt því,það hef ég sjálf reynt,sem annaðhvort starfandi eða inni liggjandi á Sjúkrastofnun.´Eg hefið unnið undir stjórn bæði deildarstjóra og hjúkrunarforstjóra sem hvorug hefðu átt að koma nálægt þessum störfum,það er ekki nóg að hafa ,,próf"upp á að vera ,,Hjúkrunarfræðingur"auk þess að hafa lokið prófi í stjórnun og jafnvel fleiru, heldur þarf að  hafa færni til að leisa starfið vel af hendi. Ég á við að það er ekki nóg að kunna að skrifa skýrslur ,það þarf að hafa kunnáttu og færni til að koma fram við starfsfólkið og/eða sjúklingana og aðstandendur þeirra eins og þau vilja að komið sé fram við þau sjálf! Að lokum vil ég segja ég mun sakna hennar Bjargar næst þegar ég dvel á NLFÍ í Hveragerði ,í henni hef ég séð allt hið góða sem  HJÚKRUNARFORSTJÓRI" þarf að hafa,hún kann að umgangast fólk sem jafninga. Þetta er mín skoðun!

Fer nú allt í,,hund og kött

 

  Já fjölskyldan mín hefur stækkað ,tveir nýjir fjölskyldu meðlimir. Bríet kom í byrjun nóvember sl. það er dóttir mín Kristín sem býr á Akureyri sem á hana :Bríet er mikill gleðigjafi í fjölskyldunni. Kristín mín hefur komið oftar suður um helgar eftir að hún eignaðist hana, okkur hinum í fjölskyldunni til mikillar gleði. Að öðrum ólöstuðum þá eru það börnin hans Gísla Kristins sonar míns sem glöðust verða. Svo hringdi Gísli minn um kvöldmatarleitið í gær og tilkynnti mér að fjölskylda hans hafi stækkað, Fróði héti sá nýjasti í Lambaselinu .Síðan  talaði ég við yngstu dóttur hans hana Mareni Rún(5ára) og sagðist hún hafa eignast bróður  en hann  væri gulur svo ætti hún líka systur á Akureyri hjá Stínu  sem héti Bríet. Það var mikil eftirvænting í röddini þegar hún sagði : þið afi verðið að að koma strax að sjá hann .Nú skal tekið fram að þetta eru hundar, fröken Bríet er cavalier king charles spaniel og yngissveinn Fróði er labrador retriever,svo er bara stóra spurningin ,,fæ ég mér kannski bara  kött" Þá yrðu nú margir hissa! Og færi þá ekki bara allt í ,,HUND OG KÖTT"?

 

Kyrrðardagar í Skálholti!

 

Ég var á Kyrrðardögum í Skálholti núna um helgina.Það er alltaf jafn gott að dvelja þar,yndislegt fólk sem stjórnar þessu og einnig það fólk sem sækir þessa daga.Takk fyrir mig Helga, Darri, Bergþóra og ekki má gleyma að þakka kokkinum og þeim sem vinna með honum í eldhúsinu. Það er veisla í hvert mál.Og þakkir til séra Egils fyrir hans framlag. Þökkum Drottni því hann er góður.

 

Að verða 100 ára!

 

     Hann séra Baldur Kristjánsson spyr í ,,Bloggi" hvort þú viljir verða100 ára og svar mitt er svei mér þá,,JÁ", ef ég væri viss um að verða eins gott gamalmenni og hún föður-amma mín í Fljótunum sem varð rúmlega 100 ára    .Og eitt er víst að það var ekki þessi franska uppskrift sem hann gefur upp ,sem varð til þess að hún náði svo háum aldri.Sá matur sem hún borðaði hafði mest legið í sýru eða súr,einnig var mikið borðaður silungur bæði nýr og einnig reyktur.Ekki var hún gefin fyrir að taka meðöl hún amma,en hún sagði mér sjálf að um sjötugt hafi hún byrjað að fá ,,höfuðverk og fékk hún meðöl hjá lækni.Hún varð bara verri í höfðinu fékk svima í ofanílag,svo hún hætti að taka ,,töflurnar. Þessí stað lét hún hringja fyrir sig í þáverandi forstjóra  Áfengisverslunarinnar og bað hann að senda sér islenskt ,,BRENNIVÍN" sem hún tók eftir það eina matskeið á kvöldin,ekki dropa meira en það,fyrir svefn.Og við þetta lagaðist ,,höfuðverkurinn".Þetta er lítil saga af henni ömmu minni sem hún sagði mér sjálf,svo raulaði hún áfram,, Halla kerling fetar fljótt".


Hugleiðing um kirkju -virðing eða vanvirðing?

                                                                                     l  

   Ég hugsa til kirkju sem er ekki langt frá Reykjavík. Þessi kirkja var  sett sem næst uppruna sínum fyrir nokkrum árum. Allir lögðust á eitt, smiðir málari og arkitektar og ekki lét þá verandi staðarhaldari sitt  eftir liggja.Svo var kirkjan ,,endurvígð"

 Staðarhaldarinn var vakin og sofin yfir velferð kirkjunnar.Hann var til staðar fyrir fólkið sem kom að vitja hennar, með hafsjó af fróðleik um sögu hennar og sveitarinnar í kring. Einnig sinnti hann nánasta umhverfi  ss.kirkjugarði með alúð og natni svo til var tekið.Hann stundaði  einnig skórækt og uppgræðslu á landi kirkjunnar svo til var tekið og fékk ,,Landgræðslu verðlaunin" eitt árið og var vel að því komin. Svo hættir hann og var mikil eftirsjá af honum hjá allflestum.

Nokkrum árum síðar gerist það að málaranum sem hafði unnið við kirkjuna í tæplega 30 ár var sagt að hans væri ekki lengur þörf og ,,organistinn" mundi sjá um að mála það sem þörf væri á.Sl sumar var kirkjan opnuð um kl. 7 á morgnanna og opin langt fram eftir kvöldi, eftirlitslaus að mestu  og engin til staðar til að segja sögu kirkjunnar. En nú er organistinn hættur en annar komin í staðinn og einnig er nýr Staðarhaldari að taka við, ég bíð þetta fólk velkomið til starfa,og vænti góðs af því . Verði það staðnum til heilla í framtíðinni! 

               

 

                                                                                    0                                                                                                                                                                                                                                                                                                         


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband