Að verða 100 ára!

 

     Hann séra Baldur Kristjánsson spyr í ,,Bloggi" hvort þú viljir verða100 ára og svar mitt er svei mér þá,,JÁ", ef ég væri viss um að verða eins gott gamalmenni og hún föður-amma mín í Fljótunum sem varð rúmlega 100 ára    .Og eitt er víst að það var ekki þessi franska uppskrift sem hann gefur upp ,sem varð til þess að hún náði svo háum aldri.Sá matur sem hún borðaði hafði mest legið í sýru eða súr,einnig var mikið borðaður silungur bæði nýr og einnig reyktur.Ekki var hún gefin fyrir að taka meðöl hún amma,en hún sagði mér sjálf að um sjötugt hafi hún byrjað að fá ,,höfuðverk og fékk hún meðöl hjá lækni.Hún varð bara verri í höfðinu fékk svima í ofanílag,svo hún hætti að taka ,,töflurnar. Þessí stað lét hún hringja fyrir sig í þáverandi forstjóra  Áfengisverslunarinnar og bað hann að senda sér islenskt ,,BRENNIVÍN" sem hún tók eftir það eina matskeið á kvöldin,ekki dropa meira en það,fyrir svefn.Og við þetta lagaðist ,,höfuðverkurinn".Þetta er lítil saga af henni ömmu minni sem hún sagði mér sjálf,svo raulaði hún áfram,, Halla kerling fetar fljótt".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Komdu sæl, gaman að lesa bloggið þitt. Svo þú ert ættuð úr Fljótum. Gott að heyra, elska Fljótin. Fór þangað alltaf með afa í Stífluréttir þegar ég var barn, fyrir 1960. Kannski hef ég þekkt ömmu þína. Afi minn var úr Fljótum. Ég er frá Ólafsfirði. Gaman væri að vita frá hvaða bæ amma þín var. Með beztu kveðju.

Bumba, 8.4.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Amma mín og afi áttu heima í Langhúsum.Ég á mikið af skyldfólki á Ólafsfirði,og ég kannaðist við konu frá Ólafsf.sem var kölluð,bumba" hún hét Guðlaug  Netfangið mitt er svanna1@simnet.is Bestu kveðjur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 9.4.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm brennivínið er allra meina bót.... og svo lýsið náttúrulega Svanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:47

4 Smámynd: Bumba

Ja guð hjálpi þér Ásthildur mín. Kysi ég þá lýsið kæra vinkona. HEeheheh. Hvað er annars títt? Takk fyrir spjallið fyrr í vetur. Svanna, kannast ekki við þetta uppnefni frá Ólafsfirði, gæti þó verið þó ég ekki þekkti það. Geng undir nafninu bumba vegna þess að ég fitnaði um 40 kílo eftir að ég hætti að reykja. Svo ég ber nafnið svo sannarlega með rentu, heehhee. Og þó reykingarnar seú horfnar þá eru kílóin eftir. Því miður. jon.muna.is.  og allt það fram eftir götunum. Nefndu mig samt sem áður ekki með nafni. Með beztu kveðju.

Bumba, 9.4.2008 kl. 06:49

5 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Góð þessi.

Sólveig Hannesdóttir, 10.4.2008 kl. 19:55

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Svana mín Fljótin heilla,falleg sveit,ég kom oft í Ketilás þegar ég var hjá Kaupfélagi Skagfirðinga hér á árum áður.Pabbi minn var reglumaður á vín og tóbak, drakk ekki en fékk sér stundum bjór hjá mér,en einum tveimur árum áður en hann dó þá bað hann mig að kaupa fyrir sig koníak því honum hafði verið ráðlagt að fá sér sopa fyrir svefninn,hann dó 1969 63ára,dó úr hjartabilun eins og bræður hans sjö allir á svipuðum aldri.

Guðjón H Finnbogason, 13.4.2008 kl. 19:52

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já takk sömuleiðis Bumba minn, ég hafði mikið gaman af því spjalli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband