Hinn nýji Hannes Hólmsteinn eða hvað?

 Þegar ég heyrði að Hannes Hólmsteinn sæti fyrir svörum í Kastljósinu í kvöld, ákvað ég að gefa honum sjens einu sinni enn í stað þess að slökkva strax.Og ég sé ekki eftir því,þarna byrtist mér nýr maður,sem var svo sammála mörgum sem hann hafði áður talið að hefðu horn í síðu hans.Ég sagði við sjálfa mig hann hlýtur að vera búin að skipta um ,,flokk"(sem betur fer) því svona tala bara gáfaðir vinstri menn .Og það veit guð minn að frekar held ég með hinum nýja Hannesi en Jóni Ólafssyni Keflvíkingi.Haltu áfram á þessari braut Hannes það fer þér vel og kannski tekst þér að fá mig til að skipta um flokk eins og hún vinkona mín hún Anna Tryggva. er búin að reyna sl.10 ár. Og nú hlær Anna!

Gamla handverkið og virðing fyrir kirkjum!

   Nú nýverið var Hafnarfjarðarkirkja tekin í notkun eftir gagngerar breytingar.Pretigunarstóll,skírnarfontur og altari ,,oðrað "og lagt með 24karat blaðgulli.Og er skemmst frá því að þetta er mjög fagmannlega unnið enda var þar að verki hagleiksmaðurinn Helgi Gretar Kristinsson málarameistari og kennari við Iðnskólan í Rvk. Helgi er einn mest menntaði málarinn sem við eigum og hefur sérhæft sig í ,,KIRKJUSKREYTINGUM" og lokið  diplom prófi frá Árósum. Hann fór í endurmenntun til Köben 1994-5 og vann þá meðal annars með Arne Beck konservator við dönsku hirðina. Ekki má gleyma þætti Þorsteins Gunnarssonar arkitekts. Og áttum við notalega stund við messu í Hafnarfjarðarkirkju á páskadagsmorgun með honum og konu hans Valgerði Dan. Og á eftir var boðið til morgunverðar í hinu glæsilega Safnaðarheimili kirkjunnar.Og þar var hlaðið borð eins og á fimm stjörnu Hóteli að hætti Jóhönnu húsfreyju þar.Takk fyrir mig!
 

Hugleiðing um að vera ,,pjattaður eða smart!

 

Þegar ég var ung að árum þá var ég grönn og  pen og var mjög ,,pjöttuð".Þetta orð heytist sjaldan nú orðið og nú er ég bara sögð ,, vera vel til fara ".Ég held að fólk segi þetta oft til að reyna vera vera kurteist við mig eftir að ég fitnaði.Hin síðari ár hef ég þyngst mjög og er því miður ekki lengur ,,grönn" en sem betur fer er ég áfram ,,Pjöttuð". Fullorðin kona hér í húsinu hefur oft sagt við mig ,, því ertu að punnta þig svona  þegar þú ert ekki að fara neitt"  ég reyni að vera vel til fara   , því það er mín skoðun að maður þurfi alltaf að hugsa vel um útlit sitt sama hvað kílóin verða mörg,og ekki síst að gera það fyrir sjálfan sig.Börnin mín segja að þegar þau voru að alast upp hafi ég ekki farið út með ruslið án þess að setja á mig ,,varalit".Ég viðurkenni að ég er alltaf svolítill hippi í mér og er ,,mussu" kona í klæðaburði.Það eru tvær flíkur sem maðurinn er ekki sáttur við að ég klæðist,og að tillitsemi við hann klæðist ég þeim ekki ef við erum að fara eitthvað saman.Annað er ,,mussa"sem mér finnst ákvaflega þægileg en ég viðurkenni að hún er mjög ,,spúkí"og gjæti vel verið búningur úr BÍÓMYND eftir Hrafn Gunnlaugsson.Hér heima versla ég flest fötin mín í MB-búðinni í Kópavogi eða Stórum-stelpum ,nema þegar ég skrepp í ,,LINDINA" á Selfossi.

 Já svona er lífið í dag!

 


Að vera aðkomumaður?

  

Ég las nýlega ,,Blogg" þar sem rætt er um hvernig aðkomufólki er tekið út á landisbyggðinni Ég held að mikil breyting til hins betra nú,en ef ég hugsa 50 ár aftur  í tíman þá hef ég aðra sögu að segja .

Ég var send til Siglufjarðar í Gagnfræðaskóla þar sem enginn slíkur var í minni heimabyggð Súðavík ég dvaldi hjá föðurfólki mínu sem ég þekkti lítið,þau voru góð við mig en stríddu mér endalaust með ,,linmælginu td. svagalega,voðalega og óttalega sem ég sagði víst oft á þessum tíma.

Ég grét mig oft í svefn en reyndi að láta ekki á því bera því þá væri mér kannski líka strítt á því. Ef þau hefðu vitað að ég tók þetta svona nærri mér þá hefðu þau ekki gert það því þetta voru góðar manneskjur,en ég ósköp lítil og viðkvæm.En hin seinni ár hef ég látið hana  frænku mína finna fyrir því fyrirgefðu Didda ég varð að skrifa þetta, nú er ég hætt.

Þegar að lærdómi kom þá ákvað ég að áfram skyldi ég vera dugleg að læra eins og í Barnaskólanum heima.Og fékk ég mikið hrós fyrir það hjá frændfólki mínu,sem óskuðu þess að heimasætan þar á bæ liti meira í bók. Í skólanum var mér ekki illa tekið en þó með svolitlum fyrirvara að mér fannst.

Á þessum árum sem ég var á Sigló var verið að gera Siglufjarðargöngin árin1958-60. Svo gerist það í landafræðitíma að það er spurt ;; Hvar eru fyrstu jarðgöng á Íslandi". Og ég var sú eina sem rétti upp hendi og vissi að sjálfsögðu svarið ,,Milli Súðavíkur og Ísafjarðar".  Eftir þetta var ég jafningi meðal skólafélaga minna og hefur aldrei borið skugga á.

En sleppum því að dæma fólk og stríða,það er ekki alltaf hægt að sjá það á fólki hve viðkvæmt það er.


Hugleiðing um dvöl mína á NLFÍ!

Þá er dvöl minni á NLFÍ í Hveragerði lokið að þessu sinni.

Fyrir utan biltur, svefngöngu og annað brölt að næturlagi með heilsufarslegum áföllum sem tekur tíma að jafna sig á (ca.6-8vikur)er mér sagt.

Samt hafði ég gott af dvölinni.Kom hugmynd minni á framfæri sem síðar á árinu mun sennilega koma í ljós vonandi mörgum til gleði  og  gamans ,meir um það síðar.Þær vita hvað ég er að meina systurnar síkátu frá Vík, Guðný og Lára Jóna .Einnig er ég ríkari af samverunni með  henni Sigríði Ingibjörgu frá Dalvík sem tók ,,prógrammið" með stæl eins og systurnar gerðu svo sannarlega líka.Þær gáfu sér smá stund til kaffidrykkju,uss uss og spjall. Á eftir hinu  venjulega dagprógrammi fóru þær út í göngu og svo aftur í sundlaugina og dvöldu þar til lokað var .

Ótrúlega duglegar konur sem eiga sannarlega að vera árvist á NLFÍ og fá afslátt fyrir dugnað ,ég meina það! Svo má ekki gleyma eina herranum , í þessum hóp,  sem sat alltaf við sama matarborð og við. Sjarmörinn Steinar sem kom ekki niður matarbita nema umvafinn kvennfólki.(En þetta er bara mín skoðun)!

Eins og ég hef áður sagt er starfsfólkið stofnunni til sóma með Jan yfirlækni og Björgu hjúkrunarforstjóra í ,,BRÚNNI".Ég held ég taki NLFÍ fram yfir Reykjalund í framtíðinni. Svei mér þá !


AÐ VERA ÁNÆGÐUR!

Eins og ég het skrifað hér áður þá dvel ég á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og verð til 8.marz,hér líður mér vel ,enda margt í boði til að bæta líðan okkar.

Á fimmtudagskvöldum er alltaf eitthvað um að vera ,síðan ég kom er búið að vera til skiptins bingó eða spilavist og hvorugu tek ég þátt í (vanþakklát kona). Nei ég hafði mjög gaman af allri spilamennsku sem barn og unglingur heima í Súðavík, en líklegast hef ég spilað yfir mig ,því ekki var fjölbreyttni fyrir að fara í afþreyingu á þessum árum,   en ,,bingó" hef ég aldrei spilað.

Svo ég ákvað að nú skYldi vera ,,skemmtikvöld" og er skemmst frá því að segja að það tókst með ágjætum, og það segji ég með vissu ,því margir hafa komið til mín og sýnt mér þakklæti.

Ég fékk Hörð Bragason tónlistamann til  að stjórna  fjöldasöng, og gerði hann það með snilld eins og honum einum er lagið, við völdum í sameiningu nokkur hressileg lög og fékk ég þau prenntuð á blað svo allir gætu tekið undir  og að sjálfssögðu sungum við ,,Grænmetislagið" úr Dýrunum í Hálsaskógi.

Og ekki má gleyma þeim Brynju og Þórunni sem fóru   á kostum  með spurningaþátt  sinn og gátur.  Hafi allt þetta fólk bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Það er ekki spurning að svona uppákomur færa fólk nær hvort öðru,  allavegana eru margir búnir að gefa sig á tal við mig síðan sem ekki höfðu gert það áður og sýndi það þakklæti sitt fyrir framtakið. við erum jú öll hér í sama tilgangi að láta okkur líða betur og njóta þess sem í boði er hér,þökk sé Heilsustofnun NLFÍ.

Að vera minnug!

 

              Ég hef í gegnum tíðina verið talin minnug!

  Og það sannaðist hér á NLFÍ. í sl.viklu, ég var að ganga hér eftir einum af þessum löngu göngum hér,

hópur fólks var að koma inn úr göngu

(hluti af prógramminu) þar á meðal kona og ég segji um leið og ég geng fram hjá henni ;;Bebba úr Garðinum"

og hún svarar  já,  hver ert þú?
ég svara auðvitað að bragði ,,Ég er Svanna frá Súðavík

sem var með þér á Núpskóla 1960-61".

Tekið skal fram að við höfðum ekki sést síðan við

kvöddumst á Núpi í lok apríl 1960, og urðu því fagnaðarfundir

eins og nærri má geta.Hún fór heim í helgarfrí 

og er nú komin með skólaspjaldið sem við ættlum að

skoða saman í dag og rifja upp gamlar ánægju stundir  frá Núpi.

Svo heldur ónefndur læknir á Reykjalundi því fram að ég sé ekki nógu minnug, En hvað finnst ykkur?


Ánægð á NLFI !

 

 

            Nú er ég búin að vera hér á ,,Heilsuhælinu" í viku og líkar vel

            eins og alltaf þegar ég hef verið hér.

          Starfsfólkið alveg til fyrirmyndar eins allur aðbúnaður og

          maturinn er aldeilis góður Á þriðjudaginn var Félagsvist en

          á fimmtudaginn ,,bingó".Svo eru allir með dagskrá sér við hæfi og fara

         td. í sund, nudd, leir, tækjasalinn,í göngu og  margt,margt fleira .

        Eftir að prófgrammi lýkur fara flestir að hvíla sig í smá stund áður

       en farið er út í göngu og  bærinn( Hveragerði) skoðaður, líta td. við í,,Tuskubúðinni"

       svo eitthvað sé nefnt . Eða skroppið á Selfoss og kýkt í Lindina,ég þekki eina sem

         fór í gær og keypti sér jakka, því það er allt

      á svo andskoti góðu verði þar, enn aðrar fara í Nóatún og kaupa sér

     meira garn svo

                               hægt sé að halda áfram með ,,Hannyrðirnar. 


Lítil saga um karlmannsnafn!

 

Sagan er sönn og gerðist vestur á fjörðum,ung móðir gerði boð fyrir prest,hún var búin að biðja hann að skíra ný fæddan son sinn. Hún tjáði presti að hann skyldi heita Eðvarð.

En prestur svaraði að bragði NEI,það er ekki hægt hann verður að heita ,,Eðvarður"Nei segjir hin nýbakaða móðir það er ekki sama nafnið ,vildir þú heita JAKOBUR?Presturinn hafði ekki fleiri orð um það og drengurinn fékk hið rétta nafn EÐVARÐ,og ber það vel .  Búið


Meira um Reykjalund!

 

 Hafa skal það sem sannara reynist!

Í greIn sinni í Morgunblaðinu í dag(3.febr.) hefur Magnús Jónasson yfirlæknir á Reykjalundi ekki rétt eftir mér.

Orðrétt skrifaði ég:

Vegna tíðra innlagna út af hjartabilunn, síðast nú um helgina með vatn í lungum,vonaðist ég til að komast enn einu sinni í endurhæfingu á hjartasviði ReykjalundI, ( tilv. líkur) .

Það er breyttur tónn hjá Magnúsi lækni í frétt Mbl. ( í dag sunnudag 3.febr. ) og nú bíð eg bara eftir að hringt verði í mig og og mér boðið pláss, því að ekki er lengur í gildi það aldurstakmark er hann tjáði mér að væri , eða að ég 62 ára væri of gömul til að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.

Þegar Magnús læknir hringdi í mig í seinna skiptið  (þá búin að frétta af BLOGGINU mínu) var honum  mikið niður fyrir og viðhafði orð sem engum er sómi af, allra síst manni í hans stöðu.

Rétt er að ég var siðast á Reykjalundi fyrir ca. tveimur árum, en frá þeim tíma hef ég lagst í nokkur skipti inn á Landspítala hjartadeild síðast nú í október sl. er ég datt niður út á götu niður í bæ.

Með þessum orðum lýkur skrifum mínum um um þetta tiltekna mál og með góðum kveðjum til Magnúsar læknis.

Guð blessi Reykjalund og þá starfsemi er þar fer fram.

EI N


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband