Trygglyndi- Vinátta

Við hjarta hvers manns er eyra Guðs. Eyru manna heyra mannlegar raddir. Eyra Guðs heyrir rödd hjartans.

Ég hef verið talin ,,trygglynd" og svei mér þá ég er farin að trúa því sjálf!Ég er í góðu sambandi við vini mína sem ég kynntist fyrir 50 árum er ég þurfti fyrst að fara að heiman í skóla.Mér fannst erfitt að fara að heiman frá öllum systkinum mínum fimm þar af var nýfæddur bróðir, pabbi mamma afa minn  og hún Maja amma sem var alveg einstök manneskja ég var mjög hænd að henni eins og við vorum öll systkinin.

 Já margt kenndi hún mér hún amma sem ég bý að alla mína ævi. Sem unglingur þurfti ég oft að dvelja á sjúkrahúsinu á Isafirði  og fékk sjaldan heimsóknir ,foreldrar mínir áttu ekki bíl,ég held að Áka jeppinn hafi verið eini bíllin í Súðavík þá, seinna fengu þau  Rannveig ljósmóðir og Frissi á Stöðinni sína jeppa.

Pabbi fékk stundum far með ,,beinabíl" úr Víkinni og hafði hjólið með til að fara á því til baka. Oft leiddist mér , ég var á stofu sem var kölluð ,,Salurinn"og var 7 eða 8 manna stofa og oftast voru allar konurnar sem voru með mér 80 ára og eldri og búnar að fá ,,alvarleg áföll"svo það var lítið um félagsskap.

 Og á  lífsleiðinni hef ég reynt eftir mætti  þegar heilsan hefur verið svona þokkaleg að vera dugleg að heimsækja fólk á spítala og einnig  nokkra einstaklinga sem ég hef kynnst í lífinu og eiga nú um sárt að binda og eru einmana.Þetta gæti ég ekki nema afþví ég á einstakan mann sem styður mig í þessu!

Og ég veit að þetta gleður hana ömmu mína,blíðari og trygglyndari manneskju er ekki hægt að finna! í ,,Lysis" samræðum Plató,um vináttuna segir Sókrates að meðan sumir meti mest hunda, fína hesta og fl. meti hann innilega vináttu meira en bestu dýr veraldar og meira en allt persneskt gull !

 já þetta var smá hugleiðing um hana Maju ömmu mína, og það sem hún kenndi mér um,    

Vináttu og tryggð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá Svanna og ekki ertu gömul, hvað allt hefur verið einhvernveginn eftir á hjá okkur.  Knús á þig mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1484

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband