Sumardagurinn fyrsti (hugleiðing)

 

Ég óska vinum, vandamönnum og bara öllum er það ekki ,,gleðilegs sumars". Mér var óvenju mikið hugsað til bernsku minnar í gær sumardaginn fyrsta.Ég er alin upp við að gefa sumargjafir,og geri enn og á eftir kemur sonur minn Gísli Kristinn með börnin sín þrjú þau Hrannar Loga Elmu Dröfn og Maren Rún til að sækja ,, Sumargjafirnar" sínar.En það er ekki auðvellt að gefa börnum í dag þau eiga svo mikið af öllu mögulegu ,en ég er svo gamaldags að ég gef alltaf föt.Ömmustrákur í Hafnarfirði Ævar Örn sagði þegar við komum í afmælið hans í haust( með óánægju tón)þið gefið mér alltaf mjúkan pakka svo nú fengu þau(í Hafnarfirði) geisladiska og bækur,og vona ég að þau hafi verið ánægð með það.Svo fá Stína og Bríet á Akureyri pakkan sinn í dag.,og gaman verður að vita hvernig þeim líka gjafirnar, en tekið skal fram að Bríet   hennar Stinu minnar er hundur. En nú er ég í vondummálum, ég gleymdi að kaupa gjöf handa Fróða ( Það er hundur )hans Gísla míns, það má aldrei gera upp á milli,sama hvort það eru dýr eða menn ,svo ég má bæta úr því fljótlega.En talandi aftur um sumargjafir,þá voru gjafirnar sem við systurnar( Didda,Svanna og Sirrý) fengum td. vasaklútar með fallegum myndum,hárborðar í ýmsum litum og svo sportsokkar svo eitthvað sé nefnt. Já og svo fengum við oft strigaskó annaðhvort frá afa og ömmu eða pabba og mömmu,og ég man ekki eftir öðru en við höfum verið glaðar og ánægðar með gjafirnar okkar .Ég held að börn í dag þurfi stærri gjafir til að verða ánægð. Eða er það ekki rétt hjá mér?                                                                                        
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt sumar Svanna mín.  Ég held að það sé dálítið upp og niður hvað börnin gleðjast við.  Og það fer mikið eftir uppeldinu, hvað við höfum gefið þeim inn sem normal.  Stundum þarf lítið til að gleðja, en fyrir suma er ekkert nógu gott.  En það er oftast bara hvað þeim hefur verið inprentað á sinni stuttu ævi. Knús á þig inn í daginn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 1483

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband