Hvar er Vidalínspostillan ?

       Hérna áður fyrr,höfðu  flestir á mínum aldri heyrt talað  hana,, Settu í Skógum" í Þorskafirði (fæðingarstað Matthíasar Jochumssonar).Sesselja var fædd 31.janúar 1875 og dáinn 1976 varð því rúmlega 100 ára,hún var systir hennar Maju ömmu minnar sem ég ólst upp með í Súðavík..Hún(Maja amma)  sagði mér fyrst frá ,,Vídalínspostillunni" hún var ættargripur í hennar (minni) fjölskyldu.Það kom eitt sumarið þjóð- þekkt kona úr Reykjavík í heimsókn til hennar Settu og bað hana að lána sér bókina sem hún og gerði.Ég hef undir höndum bréf frá konunni þar sem hún segist senda henni bókina við fyrsta tækifæri,en aldrei kom bókin.Fyrir nokkrum árum talaði ég við konuna og hélt hún sig hafa verið búin að skila Settu bókinni,en ég veit fyrir víst að svo var ekki.Títtnefnt kona sendi hinnsvegar Settu ,,híjalíns" kjól og þótti okkur í fjölsk. það heldur broslegt,því hún Setta frænka gekk alltaf í ,, smekkbuxum" nema þegar hún brá sér td.í heimsókn til systur sinnar í Súðavík. Nú er konan sem fékk bókina að láni látin hún hafði aldrei samband við mig.Ég hef talað við son konunnar og þóttist hann ekki kannaðist við að móðir hans hefði haft Vídalínspostilluna að láni,en hver vill ekki eiga slíkan dýrgrip sem bókin er ?Hvar er ,,ættargripurinn" minn?

 

 En að lokum ein lítil saga af henni Settu frænku, hún kom fyrst til Reykjavíkur um áttrætt og þá til að fara til augnlæknis.Við hittumst heima hjá Sverri frænda og nú skildi Setta horfa sjónvarp í fyrsta sinn og hún brást þannig við að hún gæti ekki látið fólkið í sjónvarpinu sjá sig í þessum kjól(sem var ágætur) hún vildi fara í peysufötin sín (sem hún gaf mér svo seinna) .Hún hélt að fólkið í sjónvarpinu sæji hana líka.Svona var hún Setta frænka mín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrikalegt þegar fólk stelur svona vitandi vits.  Skömmin er þeirra sem taka bókina traustataki, þá þeir viti að aðrir eiga hana.  Geturðu ekki gert kröfu á bókina í dánarbúið Svanna mín ?  Skemmtilega sagan um hana Settu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 Ég talaði við son konunnar nokkru eftir að hún lést,

og þóttist hann ætla að hafa samband við mig fljótlega,

en það hefur hann ekki gert.Hann er virtur læknir hér í bæ!

Sumt fólk er ,,siðblint"  kveðja Svanna

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 2.5.2008 kl. 14:35

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka.Ef bók er lánuð er nauðsynlegt að skrifa nafnið sitt í hana og líka hafa bók sem slíkt er skrifað í bækur diskar og fleira sem er lánað.Læknar eru eins og aðrir það er svo skrítið hvað bókalán eru slæm,það er að fólk dregur að skila.Hafðu góða helgi.

Guðjón H Finnbogason, 2.5.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 Já Guðjón frændi! Mín reynsla er sú að læknar lögfræðingar og prestar geta líka verið ,,óheiðarlegir"ég hef reynslu afþví sjálf. Jú, jú það var skrifað oftar en einu sinni inn í bókina.  Ætt  Sigurbjargar Guðleifar tengist ömmu minni og Settu í Skógum!

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 2.5.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband