Fráskilin að vestan!

 

   Fyrir ca.15 árum vann ég með bráð-skemmtilegri konu ,hef aldrei kynnst nokkurri manneskju á lífsleiðinni sem gat svarað eins skemmtilega fyrir sig og hún, og verið fljót að því.Þegar við kynntumst var hún í hjónabandi no.2.Það vill svo til að hún á ættir sínar að rekja í sama sveitafélag og ég,þaðan var hennar fyrri maður líka,mig minnir að þau hafi átt saman 5 börn.Það var sama hvort þeirra ég hitti ,ef maður nefndi nafn hins þá fóru þau alltaf upp á ,, háa séið".

Hún varð ekkja fyrir nokkrum árum, eftir 35 ára hjónaband og fyrri maður hennar var  aftur orðin einn. Ég hitti konuna fyrir ca.2 árum, og ég sagði svona að stríðni við hana,,tekur þú ekki bara saman við mann no.1? Ég vissi ekki hvert hún ættlaði,hún sagði meðal annars,,aldrei í lífinu ég fæ Grænar".hún sagði líka fl. sem ég set ekki á  prent.Við hjónin eigum vin sem býr í sama húsi og maður no.1 , 

Þar sem hann vissi  að ég þekkti manninn segir hann okkur fyrir stuttu þær fréttir ,að hann(no.1)væri komin með konu og svei mér þá ef hann hafði ekki verið giftur henni á árum áður.Vaá, hver skildi þetta vera?Forvitnin var að drepa mig.

En svo lendir gamli vinur okkar á spítala,og þegar hann mátti fara heim þá sóttum við hann,og hver haldið þið að sé að koma út úr Kringlunni á Lspt. og haldast hönd í hönd, ánægjan skein úr andlitum þeirra.Það voru vinkona mín og maður no1. ég trúði bara ekki því sem ég sá.En til að gera langa sögu stutta,þá hringdi ég í vinkonu mína til að fá fréttir ,hún sagði sagði orðrétt við mig ,, við ákváðum að slíðra sverðin" Hugsið ykkur hvað þetta auðveldar margt fyrir börn þeirra og barnabörn.Hann varð 85 ára í vikunni og nú sitja þau  með bros á vör og haldast í hendur! Stundum getur lífið verið dásamlegt, eða hvað finnst ykkur.?                                                                                       

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega Svanna mín getur lífið bæði verið dásamlegt og líka skrýtið og skemmtilegt.   Gaman að heyra svona sögur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 18:21

2 identicon

Ég hef verið gift og ekki gæti ég hugsað mér þetta.

En saga þessi er falleg og vel skrifuð.

Anna Ragna Alexandersdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 13:39

3 identicon

Halló Svanfríður..

Mig langar að senda þér kveðju, við vorum að vinna saman í Bjarkarási.

:) Edda

Ingibjörg Edda (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:47

4 identicon

Mikið fannst mér þetta notaleg og góð saga, svei mér þá hvað þetta var flott hjá þeim! Auk þess var sagan sérlega vel skrifuð hjá þér. Kveðjur, GG

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Takk fyrir Gylfi!

Lífið er alltaf að koma okkur á óvart!

Annað hvort á jákvæðan eða neikvæðan hátt.

Bið að heilsa systrunum ,,síkátu" (Gunnu, Kollu og Hrafnhildi).

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 24.4.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1484

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband