2.2.2008 | 20:05
Dr. Gunni eða Maggi Eiríks!
Já nú styttist í úrslitin í ,,Laugardagslögunum"og erum við hjónin aldrei slíku vant ekki sammála,ég vil að lagið hans
Doktors Gunna vinni, ekki svo að skilja að mér finnist ekki
lagið hans Magga Eiríks gott jú,en hitt finnst mér meira
,,cool"og þess vegna vil ég að það haldi áfram! .............
PS. Og lagið hans Doktors Gunna komst áfram..............
Dægurmál | Breytt 11.2.2008 kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 15:05
Að standa við orð sín ,það gerir Heilsust. NLFÍ!
Það voru skjót og góð viðbrögð sem Heilsustofnun NLFÍ sýndi eftir að ég tjáði þeim að ég fengi ekki inni á Reykjalundi,þó ekki sé svona afgerandi þjálfun í Hveragerði á hjartasviði þá veit ég að það er betra fyrir mig þar að vera en heima sitja.Megið þið hafa hjartans þökk fyrir,mér hefur alltaf liðið vel á NLFÍ ein og fram að þessu á Reykjalundi. Nú er Magnús yfirlæknir búin að frétta um ,,BLOGGIÐ" mitt í gær og vill nú draga til baka orð sín nema það að plássið fæ ég ekki,auðvitað er þetta óþægilegt fyrir hann ,og nú reynir hann að klóra í bakkan og gera mig að ósanninda manneskju. Það vill svo til að hjá mér voru gestir sem sem hlýddu á samtal okkar gær,og sáu að ég var mjög miður mín eftir ,,upp hringingu" hans,og ætluðu þau bara ekki að trúa því sem þau heyrðu. Það var með heilindum sem ég skrifaði þetta í gær eins og ég geri í dag og hef ekki ástæðu til annars ,aldrei orðið fyrir mótlæti frá Reykjalundi fyrr og vonandi ekki síðar. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.1.2008 | 08:21
Aldurs-takmark á Reykjalundi !
Vegna tíðra innlagna vegna ,,Hjartabilunnar"Síðast nú um helgina með vatn í lungum, vonaðist ég til að komast enn einu sinni í endurhæfingu á hjartasviði á Reykjalundi. Heimilislæknirinn minn hafði sent inn beiðnifyrir mig ,ég var þar síðast fyrir tæpum 2 árum þá að verða 61árs.
En kvað nú? Magnús yfirlæknir hringir til mín í gær og tjáir mér það að það sé útilokað að ég komist þangað ég sé orðin ,,OF GÖMUL".
Hvað er að gerast í endurhæfingarmálum á Reykjalundi? Ekki valdi ég mér það hlutskipti í lífinu að vera sjúklingur frá barnsaldri og fæðast með hjartagalla.
Á árunum 1965-67 dvaldi ég tvö ár á Reykjalundi vegna ,,giktsóttar" þá dvaldi þar margt fólk komið langt fram yfir sextugt, það voru aðrir sem stjórnuðu , þá voru það ´kærleiks mennirnir Oddur Ólafsson og Haukur Þórðarson.
Ég er ekki sátt við þetta,nú þegar lífaldur fólks er orðin svo hár sem raun ber vitni,vonast ég til að fá ca. 20 ár í viðbót hér með mínu fólki, það er langlífi í minni fjölskyldu bæði amma mín og ömmusystir hafa náð meira en 100 árum.
En aldurs-takmarkið á Reykjalundi er ég ekki sátt við. Hvað finnst ykkur um það?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2008 | 06:16
Hver er Borgarstjóri ?
Hver verður Borgarstjóri á morgun? Þvílíkur skrípaleikur og virðingarleysi fyrir Borgarstjóraembættinu og almúganum ,skroppið í mat og síðan tilkynnt um nýjan ,,BORGARSTJÓRA"
| ||
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 14:16
Meira um ,,FRAMSÓKN"
Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég aðhyllist ekki vinnubrögð Guðjóns Ólafs frekar en Björns Inga, finnst vinnubrögðin hvorki flokknum né honum sjálfum til framdráttar,nema síður væri! |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 13:12
Framsókn eða frammsókn?
Enn er unnið að því að þurrka út,,FRAMSÓKNARFLOKKINN"? ´Eg get ekki séð annað en svo verði ef svo heldur sem horfir ,þetta skítkast og valda barátta milli Guðjóns Ólafs og Björn Inga sem kom sá og sigraði í síðustu kosningum en hvað hefur hann til unnið til að komast strax til æðstu metorða hjá flokknum? JÚ,Ýtt út góðu fólki sem starfað hafði árum saman að samviskusemi heiðarleika og mikilli vinnu til að efla flokkinn,svona fólk virðist ekki vera velkomið hjá FLOKKNUM og störf þess lítið metin .Já ég á þar við Egil Heiðar sem varð að hætta nánast strax sem aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímss. til að Björn Ingi kæmist í starfið. Egill Heiðar sem að samviskusemi og heilindum hafði unnið fyrir flokkinn og ætíð viljað hag hans sem mestan og bestan.Og svo hún Anna Kristinsd.sem einnig hafði að krafti, dug og heilindum unnið árum saman að uppbyggingu flokksins þetta var henni þakkað með því að hún mátti víkja fyrir Birni Inga, Svona fólk vill flokkurinn ekki,enda er hann að þurrkasr út. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 09:37
Prófastur eða próflaus!
En það sem ég er að velta fyrir mér er ,afhverju vinna svona margir réttindalausir við IÐNGREINAR og mikið er um að þetta fólk eigi við áfengis vandamál að stríða og er búið að fara í meðferð (ferðir).Það tekur oft aðeins minna fyrir verkið. en ef eitthvað kemur uppá situr sá með skaðann sem tók þá í vinnu ,því þetta fólk hefur ekki ,,Tryggingar" í lagi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 22:35
Auður og örbirgð
Lífið og tilveran Ég hélt ég væri fátækur af því ég átti enga skó. En svo sá ég fólk sem hafði ekki fætur...........
Fátæklingar heyja aðeins eina orustu og tapa henni. Langar ermar eru jafn óhentugar fyrir hendur og auðæfi fyrir sálinar.
Að afla fjár er eins og að grafa með nál . En að eyða peningum er eins og hella vatni niður í sand.
Auður er hvorki góður né slæmur.Það er afstaða mannsins til auðsins ,sem er annaðhvort góð eða vond. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 06:43
EYRARRÓS
En fyrst ég er farin að tala um Muggison þá verð ég að segja að ekki er ég hrifin af söngnum hjá honum hum hum hm,frekar en hjá Barða í Bang Gang.En þetta eru tónlistamenn góðir og mér líkar tónlistin og sviðsframkoman.Þá segir einhver " mikið er hún gamaldags þessi kerling", við þá vil ég segja:ég fylgist með td.finnst mér góðar hljómsveitirnar Ampop og Hraun og fer trommuleikarinn Jón Geir á kostum hann er aldeilis frábær! Einnig kann ég vel að meta Sprengjuhöllina, Benna Hem Hem, þó að þeir toppi það alveg Vilhj.Vilhjálms,Raggi Bjarna og Baggalútur.
Dægurmál | Breytt 18.1.2008 kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2008 | 07:55
Húfa eða TEHETTA?
Útskýring fyrst! Ég á frænku í Bergen (Við erum Systkinabörn) hún er fædd í Súðavík,en móðir hennar var norsk,og snéri hún aftur heim nokkrum mánuðum eftir að maður hennar drukknaði. Þetta var árið 1937 og var Sigrid aðeins sjö mánaða,hefur hún aðeins einu sinni komið til Íslands árið 2oo5.Er hún listmálari( Sigrid Kaland)og vel þekkt í Bergen.Hún á hálfsystur hér á landi,þær hafa aðeins hittst tvisvar en skiptast á jólagjöfum . Og hefst nú samtalið: Hvað fékkst þú í jólagjöf frá Agnesi? Sigrid svarar : ég fékk,,skrýtna húfu" sem er örugglega þjóðleg,hún er úr þæfðri ull , á ég að nota hana á Þjóðhátíðardegi Ykkar?Hringdu fyrir mig til Agnesar og þakkaðu henni fyrir sendinguna. Ég hringi í Agnesi og spyr: Hvað gafst þú Sigrid í jólagjöf ? Agnes. ég gaf henni vettlinga. Nei það getur ekki verið ,hún segjir að þetta sé húfa. Almáttugur segir Agnes,nú man ég ,,Ég sendi henni TEHETTU! ENDIR |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar