Hugleiðing um að vera ,,pjattaður eða smart!

 

Þegar ég var ung að árum þá var ég grönn og  pen og var mjög ,,pjöttuð".Þetta orð heytist sjaldan nú orðið og nú er ég bara sögð ,, vera vel til fara ".Ég held að fólk segi þetta oft til að reyna vera vera kurteist við mig eftir að ég fitnaði.Hin síðari ár hef ég þyngst mjög og er því miður ekki lengur ,,grönn" en sem betur fer er ég áfram ,,Pjöttuð". Fullorðin kona hér í húsinu hefur oft sagt við mig ,, því ertu að punnta þig svona  þegar þú ert ekki að fara neitt"  ég reyni að vera vel til fara   , því það er mín skoðun að maður þurfi alltaf að hugsa vel um útlit sitt sama hvað kílóin verða mörg,og ekki síst að gera það fyrir sjálfan sig.Börnin mín segja að þegar þau voru að alast upp hafi ég ekki farið út með ruslið án þess að setja á mig ,,varalit".Ég viðurkenni að ég er alltaf svolítill hippi í mér og er ,,mussu" kona í klæðaburði.Það eru tvær flíkur sem maðurinn er ekki sáttur við að ég klæðist,og að tillitsemi við hann klæðist ég þeim ekki ef við erum að fara eitthvað saman.Annað er ,,mussa"sem mér finnst ákvaflega þægileg en ég viðurkenni að hún er mjög ,,spúkí"og gjæti vel verið búningur úr BÍÓMYND eftir Hrafn Gunnlaugsson.Hér heima versla ég flest fötin mín í MB-búðinni í Kópavogi eða Stórum-stelpum ,nema þegar ég skrepp í ,,LINDINA" á Selfossi.

 Já svona er lífið í dag!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

    Smá hugleiðing annars eðlis!

Jesú gekk á vatninu vegna þess að

það var svo dýrt að fara með bátnum.

Gleðilega páska!

Svanfríður G. Gísladóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pjöttuð ? Ekki minnist ég þess Svanna mín.  En þú ert flott.  Ég klæðist aftur á móti bara því sem er þægilegast  hverju sinni, núna er ég í tskirtu og náttbuxum, hehehe, var að spá í hvort ég gæti farið í samkaup í náttbuxnum, en hætti við.  En af hverju ætti ég svo sem að gera það, er þetta ekki kroppurinn á mér ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 15:12

3 identicon

Sæl Svanna.

Rétt er það. Fötin skapa manninn/konuna.Og hárið líka!

Sæl að sinni.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1539

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband