27.10.2008 | 14:03
46 og yfir í Borgarnesi !
Það var svo gaman hjá mér á laugardaginn,ég hafði samband við nokkrar konur og þær komu hingað heim til mín. Ástæðan´var að ég átti von á hjónunum
úr Borgarnesi sem reka verslunina 46 og yfir í Fatahreynsunni á staðnum,þau stíla mest upp á smart föt á góðu verði fyrir frjálslega vaxnar konur eins og mig og fleiri,en við viljum líka halda okkur til og vera í flottum fötum. Þessi hjón eru alveg frábær,maðurinn var látin í eldhúsið og hann sá um að alltaf var nóg kaffi fyrir okkur á meðan Sigrún snérist í kringum okkur við að finna réttu stærðina og segja til um verðið og hvernig flíkin passaði, allar keyptu eitthvað,en mismikið.Ég skora á ykkur að kynna ykkur þessa verslun (46 og yfir)þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.Við herrana segji ég - þarna fáið þið jólagjöfina fyrir konuna. Þjónustan gerist ekki betri, því eins og ég sagði áður þessi hjón eru frábær.
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að þú ert mætt aftur.
Sólveig Hannesdóttir, 27.10.2008 kl. 22:49
Svona á Ísland að vera.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.