17.3.2008 | 16:35
Að vera aðkomumaður?
Ég las nýlega ,,Blogg" þar sem rætt er um hvernig aðkomufólki er tekið út á landisbyggðinni Ég held að mikil breyting til hins betra nú,en ef ég hugsa 50 ár aftur í tíman þá hef ég aðra sögu að segja . Ég var send til Siglufjarðar í Gagnfræðaskóla þar sem enginn slíkur var í minni heimabyggð Súðavík ég dvaldi hjá föðurfólki mínu sem ég þekkti lítið,þau voru góð við mig en stríddu mér endalaust með ,,linmælginu td. svagalega,voðalega og óttalega sem ég sagði víst oft á þessum tíma. Ég grét mig oft í svefn en reyndi að láta ekki á því bera því þá væri mér kannski líka strítt á því. Ef þau hefðu vitað að ég tók þetta svona nærri mér þá hefðu þau ekki gert það því þetta voru góðar manneskjur,en ég ósköp lítil og viðkvæm.En hin seinni ár hef ég látið hana frænku mína finna fyrir því fyrirgefðu Didda ég varð að skrifa þetta, nú er ég hætt. Þegar að lærdómi kom þá ákvað ég að áfram skyldi ég vera dugleg að læra eins og í Barnaskólanum heima.Og fékk ég mikið hrós fyrir það hjá frændfólki mínu,sem óskuðu þess að heimasætan þar á bæ liti meira í bók. Í skólanum var mér ekki illa tekið en þó með svolitlum fyrirvara að mér fannst. Á þessum árum sem ég var á Sigló var verið að gera Siglufjarðargöngin árin1958-60. Svo gerist það í landafræðitíma að það er spurt ;; Hvar eru fyrstu jarðgöng á Íslandi". Og ég var sú eina sem rétti upp hendi og vissi að sjálfsögðu svarið ,,Milli Súðavíkur og Ísafjarðar". Eftir þetta var ég jafningi meðal skólafélaga minna og hefur aldrei borið skugga á. En sleppum því að dæma fólk og stríða,það er ekki alltaf hægt að sjá það á fólki hve viðkvæmt það er. |
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg er sammala þér að það skal aðgat höfð í nærveru sálar !!
enn flott síða hjá þér Svanna g haltu áfram að blogga .
kveðja úr Glaumbænum
maggaloa (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:22
Takk Maddý mín ,bið að heilsa í Glaumbæinn. Svanna
Svanfríður G.Gísladóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:26
Góð ábending Svanna mín, aðgát skal höfð í nærveru sálar á alltaf við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.