Hvílík gleði í hjarta mínu að kynnast Sigrid frænku minni í Bergen! (framhald)

Seinni hluti søgunnar þurrkaðist út í morgun, en hér kemur framhald:              

Svo kom Kitti á Saurum, allir á heimilinu stórir sem smáir høfðu komið sér vel fyrir í ,,borðstofunni". Það skein eftirvænting úr augum allra, hófst svo lesturinn og tár runnu niður kinnarnar á ømmu, afa og móður minni. Það var bæði af gleði yfir að fá fréttir af Sigrid, einnig søknuðurinn eftir henni!

Svo líða árin ég flyt til Kaupmannahafnar ásamt manni mínum, hann fékk ársfrí frá kennslu og fór í framhaldsnám þar. Að ári liðnu þegar líður að heimfør, stakk ég upp á því við hann að við sigldum frá Køben til Oslo og keyrðum siðan til Bergen, þá gætum við Sigrid hittst í fyrsta skipti. Siðan tækjum við Norrænu heim frá Bergen, og samþykkti hann það strax! Síðan er ég búin að heimsækja hana nokkrum sinnum t.d. var ég asamt Sverri Kolbeinssyni frænda okkar í 70 ára afmæli hennar í janúar 2007.
Ég hef spurt hana um bernskuna en hún segjir fátt (enda orðvør kona) hún segjir mér að mamma hennar hafi gift sig aftur þegar hún (Sigrid) var 8 ára og hún segjist ekki hafa verið hamingjusøm sem barn. Søknuðurinn eftir sínum látna føður, afa, ømmu og øðrum í føður fjølskyldunni á Íslandi var mikill. Ég spurði hana oft hvort hún ætlaði ekki að koma í heimsókn til Íslands og sagði hún alltaf já. Svo var það að ég hringdi til hennar og sagði henni að ég væri búinn að ákveða að hafa minningarstund um føður hennar sumarið eftir, en 24. juli 2003 hefði hann orðið 90 ára og væri ég búin að fá stein sem ég léti setja nafnið hans á. Síðan yrði steininn settur við hliðina á grøf ømmu okkar og afa í kirkjugarðinum í Súðavik. Og sagði hún strax, ég kem ef þú kemur að sækja mig, og ég ræddi þetta við mannin minn sem sagði strax við førum og sækjum hana. Og til að gera langa søgu stutta, þá kom Sigrid ásamt syni sínum, dóttur, dótturdóttur og tengdasyni til Íslands. Við keyrðum til Súðavíkur og að sjálfsøgðu héldum við til í fjølskylduhúsi okkar þar sem við erum báðar fæddar, og við høfum eignast aftur eftir snjóflóð og hefur allt verið gert hið glæsilegasta jafnt utan sem innan, og Sigriður svaf í herberginu sem hún fæddist í, hún sagði mér að það hefði verið svolítið tilfinninga blandið. Síðan var haldin minningarstund í kirkjugarðinum eins og sagt var frá fyrr, í blíðskapar veðri, Súðavíkurlogni eins og við segjum systkinin frá Grund (Gauju og Gíslabörn). Geirþrúður Charlesdóttir minntist Sigurðar og annara úr fjölskyldu okkar sem látnir eru. Ég og Sigrún systir mín löggðum blómsveig hjá steininum. En með okkur þennan dag var meðal annars Guðmunda Sigríður 88 ára gömul (Mumma frænka) og ein eftirlifandi af børnum Halldórs og Maríu á Grund, en hún lést sl. sumar. Það mátti víða sjá votan vanga á þessum fallega minningardegi og held ég að Sigrid hafi ekki séð eftir því að vera með okkur. Það ríkti gleði á Grund um kvøldið!

Þetta er Svanna á Grund sem skrifar frá heimili Sigrid í Bergen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma ertu ekki að ruglast á árum, komu þau ekki árið 2000? Ertu nokkuð farin að kalka? Hvað er Jenny gömul?

Stína (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:07

2 identicon

    Min kæra dottir,Stina,tu eldist ill,settu gleraugun a nefid og svo ættir tu ad bidja ta  gømlu afsøkunnar.Tvi tettavar rett artal hja mer arid 2003.Kvedja mamma

Svanfridur Gisladottir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 17:14

3 identicon

ætli ég verði ekki að éta þetta ofan í mig með húð og hári

Stína (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband