Hvílík gleði í mínu hjarta að kynnast Sigrid frænku minni i Bergen!

Ég kom hingad til Bergen 31. maí og þvílík blíða dag eftir dag, hitinn hefur ekki farið niður fyrir 24 gráður i skugga, segið svo að tað sé alltaf rigning í Bergen. Ég var ad koma af spítala daginn áður en ég kom hingað og lenti strax á spítala með samfallna hryggjarlidi, en nú líður mér betur. Ég verð hér i mánuð eins og í fyrra og þá ringdi bara einu sinni part úr degi. En ég ætla að segja ykkur søgu hun er sønn og sorgleg í byrjun en hefur góðan endi.

Ég er hjá Sigrid Kaland (fædd Halldorsson) frænku minni í Bergen sem er þekktur myndlistamaður hér. Faðir hennar Sigurður var móðurbróðir minn, en hann fórst med Høgna is 400 frá Súðavík 18. mai 1937 ásamt allri áhøfn. Sigrid litla var þá aðeins 4 mánaða. Báturinn var í eigu afa okkar (Sigrid) Halldórs Guðmundssonar á Grund og frænda hans Gríms Jónssonar í Súðavik. Móðir Sigrid hét Anna Skare og var frá Bergen, Sigurður og hún giftu sig i Eyrarkirkju á Seyðisfirði um jólin 1936. Um haustið 1937 fór svo Anna  aftur til   Bergen og nú var Sigrid litla með í før. Það ríkti mikil sorg á Grund i Súðavík við brottfør þeirra mæðgna, Sigrid var þá eina barnabarn afa og ømmu. Sigurður eignaðist dóttur fyrir hjonaband (Agnesi) en hún var gefin vid fæðingu, og enginn samgangur mátti vera vid hana. En hún kynntist fødurfjølskyldu sinni þegar hún var orðin fullorðin og erum við í  góðu sambandi við hana núna. En aftur að Sigrid, stríðið skall á 1940 og þá fækkaði bréfasendingum frá Bergen, en oftast kom bréf í desember eftir að ég man eftir mér (ég er fødd 1945) og þá var það Sigrid sjálf sem skrifaði. Þá var mikil gleði og eftirvænting á Grund, og við fórum systurnar upp að Saurum til Kristjáns Thorlákssonar með skilaboð frá ømmu og afa um að koma og lesa brefið frá Bergen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Til hamingju.

Sólveig Hannesdóttir, 9.6.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband