15.4.2008 | 10:17
Fer nú allt í,,hund og kött
Já fjölskyldan mín hefur stækkað ,tveir nýjir fjölskyldu meðlimir. Bríet kom í byrjun nóvember sl. það er dóttir mín Kristín sem býr á Akureyri sem á hana :Bríet er mikill gleðigjafi í fjölskyldunni. Kristín mín hefur komið oftar suður um helgar eftir að hún eignaðist hana, okkur hinum í fjölskyldunni til mikillar gleði. Að öðrum ólöstuðum þá eru það börnin hans Gísla Kristins sonar míns sem glöðust verða. Svo hringdi Gísli minn um kvöldmatarleitið í gær og tilkynnti mér að fjölskylda hans hafi stækkað, Fróði héti sá nýjasti í Lambaselinu .Síðan talaði ég við yngstu dóttur hans hana Mareni Rún(5ára) og sagðist hún hafa eignast bróður en hann væri gulur svo ætti hún líka systur á Akureyri hjá Stínu sem héti Bríet. Það var mikil eftirvænting í röddini þegar hún sagði : þið afi verðið að að koma strax að sjá hann .Nú skal tekið fram að þetta eru hundar, fröken Bríet er cavalier king charles spaniel og yngissveinn Fróði er labrador retriever,svo er bara stóra spurningin ,,fæ ég mér kannski bara kött" Þá yrðu nú margir hissa! Og færi þá ekki bara allt í ,,HUND OG KÖTT"?
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2008 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.