14.3.2008 | 15:29
Hugleiðing um dvöl mína á NLFÍ!
Þá er dvöl minni á NLFÍ í Hveragerði lokið að þessu sinni.
Fyrir utan biltur, svefngöngu og annað brölt að næturlagi með heilsufarslegum áföllum sem tekur tíma að jafna sig á (ca.6-8vikur)er mér sagt.
Samt hafði ég gott af dvölinni.Kom hugmynd minni á framfæri sem síðar á árinu mun sennilega koma í ljós vonandi mörgum til gleði og gamans ,meir um það síðar.Þær vita hvað ég er að meina systurnar síkátu frá Vík, Guðný og Lára Jóna .Einnig er ég ríkari af samverunni með henni Sigríði Ingibjörgu frá Dalvík sem tók ,,prógrammið" með stæl eins og systurnar gerðu svo sannarlega líka.Þær gáfu sér smá stund til kaffidrykkju,uss uss og spjall. Á eftir hinu venjulega dagprógrammi fóru þær út í göngu og svo aftur í sundlaugina og dvöldu þar til lokað var .
Ótrúlega duglegar konur sem eiga sannarlega að vera árvist á NLFÍ og fá afslátt fyrir dugnað ,ég meina það! Svo má ekki gleyma eina herranum , í þessum hóp, sem sat alltaf við sama matarborð og við. Sjarmörinn Steinar sem kom ekki niður matarbita nema umvafinn kvennfólki.(En þetta er bara mín skoðun)!
Eins og ég hef áður sagt er starfsfólkið stofnunni til sóma með Jan yfirlækni og Björgu hjúkrunarforstjóra í ,,BRÚNNI".Ég held ég taki NLFÍ fram yfir Reykjalund í framtíðinni. Svei mér þá !
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú vaknar forvitni Svanna mín. En það er greinilegt að þér hefur liðið vel fyrir austan, ég þekki það fór þangað fyrir tveimur árum og naut mín í botn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 18:44
Svanfríður G.Gísladóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 20:09
Sæl Svanna mín.
Það er Gott að þetta er að lagast hjá þér.
Góður Guð Gæti þín og Þinna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 05:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.