Færsluflokkur: Bloggar

Hvað er fólk að hugsa?

Hvað er að í þessu Þjóðfélagi.?Fyrir um það bil þremur vikum tók ég strætó niðurá ;;Hlemm" á leið á húðsj.deildina (Göngud.)í Þverholti,ég fékk brjóstverk og datt niður í brekkunni á milli Rauðárst og Þverholts.Fólk bæði gekk og keyrði fram hjá en engin veitti mér hjálp.Mér tókst svo að komast á fætur og ,,skrönglast" áfram,fyrir utan deildina gat ég ekki meir.En þar sátu tveir menn í bíl sem svöruðu kalli mínu og hjálpuðu mér síðasta spölin,og hafi þeir bestu þakkir fyrir!Ég fékk að sjálfsögðu frábæra ,,fyrstu hjálp"á meðan beðið var eftir sjúkrabílnum hjá hjúkrunarfólkinu á Húðsj.deildinni ,þökk sé þeim.Ég fó fór svo einu sinni enn í ,,hjartaþræðingu"og kom í ljós drep í hjartanu.Ef mér hefði verið vei tt hjálp styrax þegar ég lá í götunni hefði þetta ekki orðið svona slæmt.Hvað er fólk að hugsa sem gengur fram hjá liggjandi manneskju án þess að veita aðstoð?

Negrastrákar_Ljóshærðar stelpur!

Mér finnst vera gert of mikið úr þessu með ;;Negrastrákana tíu"Þegar ég var barn var þetta ein af mínum skemmtilegustu bókum sem ég las eða var lesin fyrir mig,svo ég tali nú ekki um þegar við sungum um    þá td. á jólatrésskemmtunum í Samkomuhúsinu okkar í Súðavík , var það með skemmtilegri lögum og textinn fannst mér góður. Ég bjó útií Jerúsalem fyrir margt löngu,og þegar við vorum úti að ganga eða niður í bæ var yðulega ,,káfað"í hárinu á dóttur minni sem þá var mjög ljóshærð(7ára) .Og oft kom hún kjökrandi heim úr skólanum og bað mig að lita á sér hárið(Hún er með dökkt hár í dag)Gerir ekki þetta fólk sama við okkur og við gerum við þau. Svanna frá Grund

Yndislegt að alast upp í Súðavík!

 
Ég er fædd og uppalin á Grund.ég er næst elst af sex systkinum.Við vorum svo saklaus og örugg við leik og störf í okkar fallega litla þorpi.Okkur hefði sem betur fer aldrei dottið til hugar að hörmungarnar sem þar gerðust í janúar 1995 ættu eftir að gerast.Margt var sér til gamans gert td.hornabolti,yfir,hoppa parís,skoppa gjörð,ganga á niðursuðudósum,fara á bryggjuna og veiða eða eða eða út á fjörðin með skektu og veiða þar.Eins söfnuðum við kindabeinum og skeljum og var það bústofninn okkar.Einnig áttum við systurnar ,,eldhús" út í móa,eldhúsdiskar og glös voru glerbrot sem til féllu á heimili okkar eða við fundum í fjörunni Og mikið var vaskað upp og skúrað til að hafa heimilið sem snyrtilegast.Á haustin þegar dimma tók var farið í feluleiki,skipt var í tvö lið og voru ,,hlöðurnar"aðal felustaðirnirog auðvitað reyndu þau sem skotin voru í hvort öðru að vera í sama liði til að getað kelað svolítið þegar búið var að grafa sig í heyjið til að finnast síður.Og ekki voru eigendur hlöðunnar sem fyrir valinu var alltaf ánægðir þegar þeir sáu að búið var að rótast í heyjinu hjá þeim,ekki hann pabbi minn hann Gísli á Grund.Ég hugsa að börnin í dag skilji ekki um hvað ég er að skrifa,þau þekkja lítið annað en ,,tölfur og stríðsleiki"og leika sér lítið úti.
halda

« Fyrri síða

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband