Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2007 | 10:16
Hamingjuóskir!
Ég óska herra Sigurbirni Einarssyni biskup ,hjartanlega til hamingju með ,,Verðlaunin". Ég hrærðist mjög er er é sá þennan virðulega aldna mann í sjónvarpinu í gærkvöldi. Eiginn er betur komin að þessum verðlaunum en hann. Verum í deginum í dag og gleðjumst með honum.
Ég sá Herra Sigurbjörn fyrst í Læknisbústaðnum í Súðavík (sem þá var okkar Prestbústaður) á heimili dóttur sinnar Rannveigar og manns hennar séra Bernharðs Guðmundssonar sem þá var sóknarprestur okkar Súðvíkinga.Það átti að fara að ,,vígja" Súðavíkurkirkju,ég lá þá á Sjúkrahúsinu á Isafirði ásamt Ingu Laugu heitinni Albertsdóttur og fengum við leyfi til að að fara með Guðjóni Sigurkarlssyni lækni,til að vera við vigslu kirkjunnar .Er skemmst frá því að segja að vegna óveðurs varð að fresta vígslunni. Síðan hef ég alltaf borið virðingu fyrir okkar ástsæla biskup HERRA Sigubirni Einarssyni Til hamingju séra Sigurbjörn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 01:02
Sýnum nærgætni og uppörvum hvort annað!
Ég var að lesa áðan skrif,, Séra Baldurs Kr" og er sammála honum um margt.Ég gleðst svo sannarlega með þeim sem ætlar að vera jákvæður gagnvart náunganum eða sýnum nánasta . Einnig eigum við að taka eftir því smáa td. eftir nýju peysunni eða hárgreiðslunni og láta í ljós ,,jákvæða "skoðun okkar á því en ekki þetta neikvæða viðkvæði..Hvað kostaði þetta svo mikið? En við verðum líka að taka eftir náunganum sem nálægt okkur er og líður illa, reyna að komast að því afhverju þessi vanlíðan hans stafar, hjálpa honum og sýna meiri nærgætni og kærleika.
JÁ LEGGJUM NEIKVÆÐI OG NÖLDUR TIL HLIÐAR OG HJÁLPUM HVORT ÖÐRU!
En til þess að geta gert þetta allt ,þurfum við þá ekki að vita hverra manna ,,PÚKINN" er áður en við jörðum hann?Hvað finnst ykkur.
Hamingjan er hið innra en ekki hið ytra,og hún byggist ekki á því sem við höfum,heldur því sem við erum. Höf. Henry van Dyke
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2007 | 11:17
Skrifað í stein!
Sagn segjir að tveir vinir voru á göngu í eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast,og annar vinurinn gaf hinum á kjamman.Honum sárnaði,en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn,,í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR EINN Á 'ANN!" Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í .Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri drukknaður,en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig, risti hann stein,,Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKKNUN :Vinurinn sem sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: "Þegar ég sló þig , skrifaðir þú í sandinn,og núna skrifar þú í steininn"AFHVERJU"? Hann svaraði :Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því."LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN"! Það er sagt að það taki mann eina mínútu að hitta sérstaka manneskju, einn tíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana ,EN HEILA ÆVI AÐ GLEYMA HENNI.,,GEFÐU ÞÉR TÍMA TIL AÐ LIFA-OG EIGÐU GÓÐAN DAG" |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 11:14
Heilsu-og kyrrðardagar í Skálholti!
Að dvelja í Skálholti á ,,Heilsu-kyrrðardögum"er ótrúleg reynsla.Bara að koma á staðinn og upplifa nærveru þess góða fólks sem að þessu stendur og annara sem komin voru til þess að dvelja þar þessa helgi eins og ég.Kyrrðin var allstaðar sama hvort við vorum í ;;kirkju eða borðstofu "Síðan gengum við saman inn í þögnina og var það hreint stórkostleg upplifun,sem ég ætla mér örugglega að njóta þar aftur.Nú segir örugglega einhver sem mig þekkir,,hún Svanna getur ekki þagað.Ég vil segja við þann hin sama,,Þú þekkir mig ekki mikið .Ég get oftast það sem ég vil!Ég er ein alla virka daga frá morgni til kvölds og hvað geri ég þá;;ég þegi"En og aftur þökk sé þeim sem að þessum dögum í Skálholti standa(Helga mín þú ert heimilis- prýði á þessum dögum).Og aðrir sem dvöldu með mér þar um sl. helgi,hafið þökk fyrir.Megið þið öll ganga á Guðsvegum. SVANFRÍÐUR GUÐRÚN |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 12:56
Ein frá Akureyri!
Dóttir mín var að segja mér frá þegar samstarfsfélagi hennar hjá ,,Norðlenska" fór í Rúmfatalagerinn til að kaupa sér herðatré. Nema hvað hún finnur þau ekki og spyr næsta afgreiðslumann sem hún sér ,,.það var unglingur" hvar herðatrén séu geymd.
Strákurinn varð gjörsamlega tómur á svipinn og sagði: ,,Það er búið að pakka öllum sumarvörum niður"
Konan horfði bara á hann og sagði ,,ertu ekki að grínast" og fór svo að lýsa fyrir honum hvernig ,,herðatré" líta út og til hvers þau eru notuð og sagði:
Þau eru notuð til að hengja föt á. Neiiii, ég held að þau séu ekki til; hef aldrei séð þau og veit ekki um hvað þú ert að tala.
Bloggar | Breytt 21.11.2007 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.11.2007 | 23:06
Bara fyndið!
Vinkona mín fór í Bónus um daginn,hún þurfti bara að kaupa tvær,,vörutegundir".Fór svo að afgreiðslukassanum til að borga,og sagði við afgreiðslumanninn (sem var unglingsstúlka.)Ég ætla að fá ,,hvoru tveggja"stúlkan á kassanum horfði bara á hana og sagði:Hvað er þetta hvoru tyeggja?Þá galaði unglingsstrákur sem vann á næsta kassa:Hey ég lennti í þessu um daginn,þetta þýðir að hún ætlar að fá .báða hlutina. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 06:54
Lítil saga úr daglega lífinu!
Kona kom inn í búð ,hún ætlaði að kaupa sér ,,gellur"í kvöldmatinn.Ungu dömurnar í afgreiðslunni könnuðust ekkert við gellur og töluðu við yfirmanninn sem sagður var um tvítugt.Hann bennti konunni á að ungu stúlkurnar hjá honum væru sko ekki kallaðar,,gellur"og hún skyldi ekki vera með neinn dónaskap!Svo hún keypti bara fiskibollur í dós í kvöldmatinn. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2007 | 09:15
Þau leyna sér ekki heimilisstörfin ,,þó ekkert sé að gera"
Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,kyrrlátt og sefandi vorætur húmið,seiddi í draumheima angana átta en ekki var pabbi farin að hátta.,,Það skyldi hann aldrei á ævinni gera í afleysingu slíkri sem þessari vera,þó væri í boði og á því væri raunin,að þau væru tvöffölduð skipstjóralaunin.En þetta á konan kauplaust að vinna og kallað að ,,hún hafi engu að sinna"af daglangri reynslu hans virtist það vera,að það væri stundum eitthvað að gera.Áfram með störfin ótt líður tíminn,,æ"aldrei friður nú hringir síminn,,halló"var sagt ,það er sætt ég túlka,þér sonur er fæddur og yndisleg stúlka.Hann settist í stól og fann til svima og klígju,hvað sagði hún að krakkarnir væru orðin ,,tíu"Ég þarf að taka til ,,öruggra"varna,ég Ákveð á stundinni að HÆTTA AÐ BARNA. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 07:21
Þau leyna sér ekki heimilisstörfinþó ,,ekkert sé að gera"
Hann var í fríi og láí landi að leysa af heima var engin vandi,konan var að því komin að fæða,og hvergi um húshjálp að ræða.En hvað munar karlmann um kerlingarstörfinn,þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin? Konan var heima og hafði engu að sinna nema hugsa um ,,krakka",það er ekki vinna.Hún sagði ,,Elskan"þú þarft ekkert að gera,aðeins hjá börnunum heima að vera,´eg er búin að öllu,þvo og þjóna,þú þarf ekki að bæta,sauma eða próna,,.Maturinn er tilbúinn allur í kistunni,það ætti að duga svona í fyrstunni,aðeins að líta eftir ,,aungunum" átta.ylja upp matinn og láta þau hátta.Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa og ná sér í ærlegan skemmtipésa,hann var ekki sestur og var nokkuð hissa ,er vældi í krakka:,,ég þarf að pissa"Vart þeirri athöfn var að ljúka,er veinaði annar ;:Ég þarf að kúka"Þarna var enginn einasti friður,ef ættlaði hann að tylla sér niður.Dagurinn leið svo í sífelldum önnum,sem ei voru bjóðandi nokkrum mönnum,þvílíkt og annað eins aldrei i lífinu, útstaðið hafði hann í veraldarklifinu.Ölduna stíga í ósjó og brælum,var ekkert hjá þessu,það kallaði hann sælu,að þeytast um kófsveittur skammandi og skeinandi,skiljandi áflogaseggina veinandi!Framhald: |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 10:36
Lítil saga frá Akureyri!
Þetta gerðist fyrir 12 árum síðan ,maðurinn minn var með námskeið á ,,Akureyri"og ég kom með fyrstu vél á föstudagsmorgni.Maður af ,,námsk."kom út á völl,sótti mig og keyrði mig á Hótelið.Ég hafði einu sinni komið á Akureyri í myrkri ,svo ég var alveg ókunnug.Maðurinn sagði við mig ,,ef þú gengur út þessa götu kemur þú að rauðu húsi og það heitir "Bautinn"þar ættlum við (af námsk.)að borða í hádeginu og þú skalt koma þangað.Veðrið var mjög gott svo ég fór út að ganga ,og ákvað að finna göngugötuna en hana fann ég ekki .Svo ég fór inn í Bókabúðina og spurði,,getið þið sagt mér hvar göngugatan er"fólkið sem var í Búðinni rak upp stór augu (sem úr mátti lesa hvaðan kemur þú eiginlega) og sagði með undrun ,þú ert á göngugötunni.Tekið skal fram að við hjónin vorum ný flutt heim frá ,,Köben"og ég leitaði að stærri götu.Ég hlusta mikið á Gest Einar og það virðist allt verða svo ,,stórt" þegar hann lýsir því(Halló Gestur)Nú er ég orðin kunnug í miðbænum og kem til Akureyrar nokkrum sinnum á ári (því dóttir mín býr þar) og kann mjög vel við mig þar. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar