Jólanótt í Súðavík eða Betlehem!

Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla,sérstakar kveðjur sendi ég til minnar fæðingar byggðar Súðavíkur.Vegna veikinda og tíðra innlagna á sjúkrahús undanfarið  skrifaði ég ekki á jólakort í ár ,sumum vina minna hef ég sent kveðju sl. 5o ár og fengið til baka ég bið Guð að blessa þau og þakka tryggð og hlýju í minn garð., ég hugsa til þeirra Þegar ég var barn og/eða unglingur þá hugsaði ég oft um það  sérstaklega um jólahátiðina,hvað það hlyti að vera stórkostlegt að vera í  Betlehem á jólanótt.Lífið bíður stundum upp á hið óvænta og svo var það hjá mér.Þáverandi manni minum og föður barna minna tveggja bauðs  starf í Jerúsalem á vegum Sameinuðuþj. og héldum við á vit æfintýranna, þetta VAR ÁRIÐ 1978,ÞEGAR LEIÐ AÐ JÓLUM ÁKVÁÐUM VIÐ AÐ láta drauminn rætast og vera jólanótt í Betlihem .En til að gera langa sögu stutta þá verð ég að segja ykkur það í trúnaði ,,að það sem stendur upp úr er ég hugsa til baKA ÞÁ ERU það JÓLIN Í Súðavík  MEÐ FULLRI VIRÐINGU FYRIR BETLEHEM,og vissulega var upplifun að koma þangað.En að sitja upp á lofti við gluggan hennar Sirrýar á Grund og horfa niður í Súðavík og sjá glitta á ljós á einum ,,ljósastaur;; það eru minningarnar sem mér þykir vænst um.Megi friður Guðs og jóla vera með ykkur.

   Hlustum á boðskap hans sem fæddist jólunum.

Ræktum  þann kærleik sem við eigum í okkar fórum.

Hjálpum þeim smáa hann þarf á stuðningi  að halda.

 

Aðhöfumst ekkert sem sorgum og þrautum má valda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband