19.11.2008 | 04:20
Munum eftir þeim sem sjúkir eru ,það gæti verið of seint!
Nú fer sá tími í hönd sem mörgum reynist erfiður ,ekki síst þeim sem búa við heilsuleysi.EFTIR ÞEIM ÞURFUM VIÐ AÐ MUNA ALLT ÁRIÐ UM KRING EN EKKI BARA FYRIR JÓLIN ÞÓ ÞAÐ SÉ GOTT.Ég þekki af eigin raun að þurfa að dvelja langdvölum á sjúkrastofnun mest 2ár samfellt( 1965-67) langt í burtu frá foreldrum ,systkinum og henni ömmu minni sem orti svo fallega til mín:
Viðmótsþýð og létt í lund
löngum yndi vekur
er þú kemur á minn fund
angrið frá mér hrekur.
------------
Því hef ég alltaf reynt að vera dugleg að heimsækja fólk sem þarf að dvelja fjarri heimilum sínum vegna veikinda .Mér er þetta ofarlega í hug nú,því í vikunni fylgdum við hjónin vini okkar til margra ára til grafar,hann þurfti að dvelja á sjúkrastofnun síðustu árin vegna MS sjúkdómsins.Og þegar hann varð 60 ára vorum við einu vinirnir sem heimsóttum hann,en að sjálfsögðu voru börnin hans móðir og systkini þar og umvöfðu hann kærleika sínum .Hvar voru allir vinirnir sem hann þekkti þessi ljúfi drengur? þegar halla tekur undan fæti láta vinirnir sig æði oft hverfa,og það varð raunin hjá hans vinum.Því varð ég sár innra með mér fyrir hans hönd í kirkjunni þegar ég sá allt fólkið,,Hvar voruð þið þegar hann þurfti á ykkur að halda?Því segji ég við ykkur sem lesið þetta verið dugleg að heimsækja þá sem sjúkir eru og /eða sorgmæddir (ekki bara á jólunum) .Það velur sér engin það hlutskipti í lífinu að missa heilsun .
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér,vinir eru eitthvað sem ég þekki ekki lengur fyrir margra hluta sakir td vegna barna minna,það vill engin umgangast erfið börn heima hjá þeim og mjög erfitt að fara með þau í heimsóknir,þannig að ég hef einagrast mjög,það þykir mér slæmt.
Takk fyrir skilaboðin,ég er búin að svara þeim.
Vil senda þér knús og kærleik og megir þú njóta dagsins
Líney, 19.11.2008 kl. 08:24
Yndisleg færsla Svanna mín, og svo sönn. Takk fyrir þessa hugvekju.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2008 kl. 12:45
Hjartalega sámála þer svanfríður mín. kveðja Rut
Rut (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.