Að skilja eiginmanninn eftir einan heima!

Já ég er að hugsa um að skilja mannin minn eftir einan heima á meðan ég verð hjá frænku minni í Bergen í mánuð, en ég var ,líka hjá henni á sama tíma á sl. ári .Hvernig getur þú skilið hann eftir einan svona sumar eftir sumar spyr mig kona honum náskild? Maðurinn minn  vinnur mikið,hann kennir yfir veturinn en á sumrin vinnur hann fyrir Þjóðminjasafn eða Húsafriðun er td ný búin með skreytingar í Hafnafjarðarkirkju(predikunarstól,altari og fl.)En málið er að ég fékk hjartaáfall fyrir 6 árum og er 75% öryrkji síðan útaf því og fl.Og er td.að fara á spítala núna um hádegið.En ég er ein allan daginn það er sjaldan talað um það en auðvitað þarf maðurinn að vinna .En mér finnst bara gott hjá mér að drífa mig til Bergen ,?(fyrir frí púntana mína)Þó ég skilji hann eftir einan heima.Eða hvað finnst ykkur?En nú verð ég að drífa mig .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá þér auðvitað ferðu og nýtur þín í mánuð.  Karlinn getur örugglega alveg séð um sig sjálfur þann tíma.  En svona er nú hugsunarhátturinn hjá sumum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2008 kl. 09:28

2 identicon

Sæl Svanfríður.

Jú,jú, vertu bara viss um að þetta sé sami kallinn  þegar þú fórst..

Þegar þú kemur til baka.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 04:56

3 Smámynd: Laufey B Waage


Ég ætla bara rétt að vona að þú hafir eldað handa honum fullan sláturpott af kjötsúpu, sem hann getur hitað upp fyrstu 10 dagana. Og að myndarlegar húsmæður í kring um hann skiptist síðan á að þvo af honum og bjóða honum í mat. Nema þetta sé þokkalega sjálfstæður og sjálfbjarga kall sem þú átt.

En svona gamanlaust: Njóttu lífsins í Bergen, -  og njótið síðan endurfundanna hjónakornin. 

Laufey B Waage, 18.5.2008 kl. 13:18

4 identicon

Ég vona að þú eigir eftir að njóta daganna í Bergen - svo er þetta líka hollt fyrir gott hjónaband! Gott hjá þér. Gangi þér allt í haginn.

Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Takk fyrir stuðninginn,vonandi get ég  farið til Bergen..

Málið er að ég ligg á A-2 á Borgarspítala,verð þar út næstu viku  .

Fer þaðan   á ST:Jósepsspítala í Hafnarfirði.






                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                              

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 19.5.2008 kl. 02:37

6 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæl vertu. Ég vona að heilsan þín skáni, og ég er viss um að þú hefur bara mjög gott af því að fara til Bergen, það er öllum hollt að fara eitthvað til tilbreytingar. Er ekki svo margt fólk í fjarbúð.? Öðrum konum kemur bara ekkert svona við, að mínu mati, þær geta ekki haft góða nærveru.

Sólveig Hannesdóttir, 20.5.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 1464

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband