Aldurs-takmark á Reykjalundi !

Vegna tíðra innlagna vegna ,,Hjartabilunnar"Síðast nú um helgina með vatn í lungum, vonaðist ég til að komast enn einu sinni  í endurhæfingu á hjartasviði á Reykjalundi. Heimilislæknirinn minn hafði sent inn beiðnifyrir mig ,ég var þar síðast fyrir tæpum 2 árum þá að verða 61árs.

En kvað nú? Magnús yfirlæknir hringir til mín í gær og tjáir mér það að það sé útilokað að ég komist þangað ég sé orðin   ,,OF GÖMUL".

Hvað er að gerast í endurhæfingarmálum á Reykjalundi? Ekki valdi ég mér það hlutskipti í lífinu að vera sjúklingur frá barnsaldri og fæðast með hjartagalla.

Á árunum 1965-67 dvaldi ég tvö ár á Reykjalundi vegna ,,giktsóttar" þá dvaldi þar margt fólk komið langt fram yfir sextugt, það voru aðrir sem stjórnuðu , þá voru það ´kærleiks mennirnir Oddur Ólafsson og Haukur Þórðarson.

Ég er ekki sátt við þetta,nú þegar lífaldur fólks er orðin svo hár sem raun ber vitni,vonast ég til að fá ca. 20 ár í viðbót hér með mínu fólki, það er langlífi í minni fjölskyldu bæði amma mín og ömmusystir hafa náð meira en 100 árum.

En aldurs-takmarkið á Reykjalundi er ég ekki sátt við. Hvað finnst ykkur um það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Já þetta er furðulegt. Auk þess sem mér sýnist á myndinni í ikoninu að þú sért á besta aldri. Vonandi leiðréttist þetta.

Laufey B Waage, 31.1.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta alveg hræðilegt, og ég myndi hafa samband við blöðin og láta þetta berast alla leið til almennings, það gefst oft ágætlega að láta vita af svona löguðu.  Gangi þér vel Svanna mín og vonandi færðu inni á Reykjalundi, en endilega hafðu samband við DV til dæmis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 13:56

3 identicon

Hvað er að þessum Magnúsi? Greinilega ekki alveg í lagi með hann. Það má ekki láta einn kall hafa svona mikil áhrif, sennilega kolruglaðan í þokkabót. Ég get svarið það..............

Já, nú man ég eftir þér svanna mín! Gaman að heyra af þér. Þú varst alltaf BESTA barnapían!

Sigga B 

Sigríður Birna Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Höfundur

Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Er Þroskaþjálfi, að mennt, gift og á tvö börn, fósturdóttur og barnabörnin eru 6

Nýjustu myndir

  • Svanna 087
  • Svanna 078
  • Svanna 089
  • Sirrý004
  • HPIM1878
  • HPIM1883
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband