25.12.2007 | 07:31
Gleðileg jól!
Á Þorláksmessu komum við systkinin öll saman í hádeginu hjá Jóa (kokk) bróður okkar ásamt fleiri fjölskyldu meðlimum og á borðum var skötustappa að vestf. sið ásamt fleira góðmeti fyrir þá ,,sérvitru"sem ekki borða stöppuna.Eins og venjulega hjá Ólöfu og Jóa ákaflega notaleg samverustund stór fjölskyldunnar.Fórum við hjónin svo að venju með jólagreinar til látina ástvina sem hvíla í kirkjugörðunum hér og hinna minnst sem annarstaðar hvíla..Svo rann upp aðfangadagur,og byrjuðum við á því að fara með pakka til þriggja einsæðinga sem dvelja á sjúkrastofnun,og þegar heim var komið birtust barnabörnin fljótlega að sækja jólapakkana sína.Klukkan sex vorum við svo mætt í Lambaselið til Gísla sonar míns og konu hans Bjarkar Ínu ásamt börnum þeirra sem eru Hrannar Logi ,Elma Dröfn og Maren Rún.Einnig var mætt á staðin dóttir mín Kristin sem býr á Akureyri ásamt nýjasta fjölskyldumeðlimnum tíkinni,,Bríeti"sem nú upplifði sín fyrstu jól.Maturinn var ,,DÁSAMLEGUR" og kvöldstundin yndisleg! |
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól elsku Svanna mín og farsælt komandi ár. Megi gæfan fylgja þér á nýju ári. Vonandi verður heilsan í lagi líka. Takk fyrir gamla árið og allar flottu skemmtilegu myndirnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.