17.12.2007 | 11:33
Til umhugsunar fyrir jólin!
Maður nokkur skammaði þriggja ára dóttur sína fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír,þegar hún var að reyna að skreyta lítið box.Ekki var mikið til af peningum til og honum þótti hún vera of ,,eyðslusöm".Stúlkan setti samt boxið undir jólatréð,og á Aðfangadagskvöld færði hún pabba sínum það í ,,jólagjöf". Þetta er handa þér elsku pabbi minn,við þetta skammaðist faðirinn sín fyrir viðbrögð sín daginn áður.Reiði hans gaus þó upp að nýju ,er hann sá að boxið var tómt! Hann kallaði til hennar ,, veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf ! - þá á eitthvað að vera í henni "Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: Ó elsku pabbi minn , boxið er ekki tómt,- ég blés fullt af kossum í það , bara fyrir þig, .pabbi minn " Faðirinn tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana fyrirgefningar um leið og hann þakkaði henni fyrir bestu gjöfina sína.. Í vissun skilningi höfum við allar,, manneskjur "tekið á móti boxum frá börnunum okkar full að skilyrðis-lausri ást og kossum .Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta handfylli af minningum-og þær munu verma hjarta þitt ! |
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað þetta er falleg saga. Já við eigum að hugsa svolítið á þessum nótum. Takk Svanna mín fyrir þessa fallegu sögu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 20:48
Já,falleg saga sem alltof sjaldan er sögð.
Hún segir alveg rosalega mikið.
það er nefnilega það að stærstu og bestu gjafirnar kosta ekki neitt
og þær eru svo innihaldsríkar,því þær koma frá HJARTANU.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.