16.11.2007 | 01:02
Sýnum nærgætni og uppörvum hvort annað!
Ég var að lesa áðan skrif,, Séra Baldurs Kr" og er sammála honum um margt.Ég gleðst svo sannarlega með þeim sem ætlar að vera jákvæður gagnvart náunganum eða sýnum nánasta . Einnig eigum við að taka eftir því smáa td. eftir nýju peysunni eða hárgreiðslunni og láta í ljós ,,jákvæða "skoðun okkar á því en ekki þetta neikvæða viðkvæði..Hvað kostaði þetta svo mikið? En við verðum líka að taka eftir náunganum sem nálægt okkur er og líður illa, reyna að komast að því afhverju þessi vanlíðan hans stafar, hjálpa honum og sýna meiri nærgætni og kærleika.
JÁ LEGGJUM NEIKVÆÐI OG NÖLDUR TIL HLIÐAR OG HJÁLPUM HVORT ÖÐRU!
En til þess að geta gert þetta allt ,þurfum við þá ekki að vita hverra manna ,,PÚKINN" er áður en við jörðum hann?Hvað finnst ykkur.
Hamingjan er hið innra en ekki hið ytra,og hún byggist ekki á því sem við höfum,heldur því sem við erum. Höf. Henry van Dyke
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1718
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála þessu! mér finnst leiðinlegt þegar fólk hneykslast á því hvað hundurinn minn kostar í stað þess að samgleðjast mér.
Stína (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 08:14
Ég verð nú að segja eins og er, ég er óttalega breysk. Spekulera mjög oft hvað hlutirnir kosta, og spyr alltaf ósjálfrátt hvar hver fái hvað, og hvað hver hafi gefið fyrir þetta og hitt, en vel að merkja, ef ég sé að kaupin eru innan þeirra marka sem ég get. Og ef það er eitthvað sem mér sýnist einhver hafa gert rosa viðskipti með, til dæmis í Kolaportinu og þannig stöðum. En einu sinni þurfti ég að gefa frá mér hund, þá var hann alveg óborganlegur, vildi ekki fá greitt fyrir hann, þá jafnaði enginn peningur það upp. Skrýtið.
Sólveig Hannesdóttir, 16.11.2007 kl. 19:38
Frábær færsla hjá þér Svanna mín. Yndisleg alveg. Og ég fer við fyrsta tækifæri til Súðavíkur með myndavélina
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.