3.11.2007 | 10:36
Lítil saga frá Akureyri!
Þetta gerðist fyrir 12 árum síðan ,maðurinn minn var með námskeið á ,,Akureyri"og ég kom með fyrstu vél á föstudagsmorgni.Maður af ,,námsk."kom út á völl,sótti mig og keyrði mig á Hótelið.Ég hafði einu sinni komið á Akureyri í myrkri ,svo ég var alveg ókunnug.Maðurinn sagði við mig ,,ef þú gengur út þessa götu kemur þú að rauðu húsi og það heitir "Bautinn"þar ættlum við (af námsk.)að borða í hádeginu og þú skalt koma þangað.Veðrið var mjög gott svo ég fór út að ganga ,og ákvað að finna göngugötuna en hana fann ég ekki .Svo ég fór inn í Bókabúðina og spurði,,getið þið sagt mér hvar göngugatan er"fólkið sem var í Búðinni rak upp stór augu (sem úr mátti lesa hvaðan kemur þú eiginlega) og sagði með undrun ,þú ert á göngugötunni.Tekið skal fram að við hjónin vorum ný flutt heim frá ,,Köben"og ég leitaði að stærri götu.Ég hlusta mikið á Gest Einar og það virðist allt verða svo ,,stórt" þegar hann lýsir því(Halló Gestur)Nú er ég orðin kunnug í miðbænum og kem til Akureyrar nokkrum sinnum á ári (því dóttir mín býr þar) og kann mjög vel við mig þar. |
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1718
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég læt ekki aldraða móður mína gera grín að mér lengur! Mér tókst að setja mynd af þér á síðuna, og hafðu það góða.
Stína (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 22:04
Sæl Ásthildur. Ég á eina mjög svipaða, hef ekki þorað að setja hana inn.
Sólveig Hannesdóttir, 4.11.2007 kl. 21:50
Svanhildur ætlaði ég að segja.
Sólveig Hannesdóttir, 4.11.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.