31.10.2007 | 10:51
Hvað er fólk að hugsa?
Hvað er að í þessu Þjóðfélagi.?Fyrir um það bil þremur vikum tók ég strætó niðurá ;;Hlemm" á leið á húðsj.deildina (Göngud.)í Þverholti,ég fékk brjóstverk og datt niður í brekkunni á milli Rauðárst og Þverholts.Fólk bæði gekk og keyrði fram hjá en engin veitti mér hjálp.Mér tókst svo að komast á fætur og ,,skrönglast" áfram,fyrir utan deildina gat ég ekki meir.En þar sátu tveir menn í bíl sem svöruðu kalli mínu og hjálpuðu mér síðasta spölin,og hafi þeir bestu þakkir fyrir!Ég fékk að sjálfsögðu frábæra ,,fyrstu hjálp"á meðan beðið var eftir sjúkrabílnum hjá hjúkrunarfólkinu á Húðsj.deildinni ,þökk sé þeim.Ég fó fór svo einu sinni enn í ,,hjartaþræðingu"og kom í ljós drep í hjartanu.Ef mér hefði verið vei tt hjálp styrax þegar ég lá í götunni hefði þetta ekki orðið svona slæmt.Hvað er fólk að hugsa sem gengur fram hjá liggjandi manneskju án þess að veita aðstoð? |
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1718
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hvað er fólk að hugsa ?
Ég get náttlega bara svarað fyrir mig persónulega, ég hefði ekki gengið hjá.
Ragnheiður , 31.10.2007 kl. 11:06
Sæl. Get ég svarað þér hér? hann á auðvitað að liðsinna og gerir það ugglaust ef hann áttar sig á beiðninni. Gaman að sjá síðuna þína. kv. B
Baldur Kristjánsson, 31.10.2007 kl. 14:10
Sæl vinkona , takk fyrir spjallið áðan og til hamingju með síðuna þína.Kveðja Auður.
Auður S Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:21
Ótrúlegt að nokkur maður geti gengið fram hjá manneskju sem liggur ósjálfbjarga á götunni. Ég segi sama, hvað gengur að svona fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.