26.10.2007 | 14:07
Yndislegt að alast upp í Súðavík!
Ég er fædd og uppalin á Grund.ég er næst elst af sex systkinum.Við vorum svo saklaus og örugg við leik og störf í okkar fallega litla þorpi.Okkur hefði sem betur fer aldrei dottið til hugar að hörmungarnar sem þar gerðust í janúar 1995 ættu eftir að gerast.Margt var sér til gamans gert td.hornabolti,yfir,hoppa parís,skoppa gjörð,ganga á niðursuðudósum,fara á bryggjuna og veiða eða eða eða út á fjörðin með skektu og veiða þar.Eins söfnuðum við kindabeinum og skeljum og var það bústofninn okkar.Einnig áttum við systurnar ,,eldhús" út í móa,eldhúsdiskar og glös voru glerbrot sem til féllu á heimili okkar eða við fundum í fjörunni Og mikið var vaskað upp og skúrað til að hafa heimilið sem snyrtilegast.Á haustin þegar dimma tók var farið í feluleiki,skipt var í tvö lið og voru ,,hlöðurnar"aðal felustaðirnirog auðvitað reyndu þau sem skotin voru í hvort öðru að vera í sama liði til að getað kelað svolítið þegar búið var að grafa sig í heyjið til að finnast síður.Og ekki voru eigendur hlöðunnar sem fyrir valinu var alltaf ánægðir þegar þeir sáu að búið var að rótast í heyjinu hjá þeim,ekki hann pabbi minn hann Gísli á Grund.Ég hugsa að börnin í dag skilji ekki um hvað ég er að skrifa,þau þekkja lítið annað en ,,tölfur og stríðsleiki"og leika sér lítið úti.
halda
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1718
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að hitta á þig hérna Svanna mín, alltaf gaman að rifja upp gamlan kunningsskap. Hlakka til að fá meira að heyra frá þér. Og velkomin hingað inn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.