Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2008 | 07:55
Húfa eða TEHETTA?
Útskýring fyrst! Ég á frænku í Bergen (Við erum Systkinabörn) hún er fædd í Súðavík,en móðir hennar var norsk,og snéri hún aftur heim nokkrum mánuðum eftir að maður hennar drukknaði. Þetta var árið 1937 og var Sigrid aðeins sjö mánaða,hefur hún aðeins einu sinni komið til Íslands árið 2oo5.Er hún listmálari( Sigrid Kaland)og vel þekkt í Bergen.Hún á hálfsystur hér á landi,þær hafa aðeins hittst tvisvar en skiptast á jólagjöfum . Og hefst nú samtalið: Hvað fékkst þú í jólagjöf frá Agnesi? Sigrid svarar : ég fékk,,skrýtna húfu" sem er örugglega þjóðleg,hún er úr þæfðri ull , á ég að nota hana á Þjóðhátíðardegi Ykkar?Hringdu fyrir mig til Agnesar og þakkaðu henni fyrir sendinguna. Ég hringi í Agnesi og spyr: Hvað gafst þú Sigrid í jólagjöf ? Agnes. ég gaf henni vettlinga. Nei það getur ekki verið ,hún segjir að þetta sé húfa. Almáttugur segir Agnes,nú man ég ,,Ég sendi henni TEHETTU! ENDIR |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2008 | 21:10
Með reynslu !!!!!!
Nú get ég ekki orðabundist og gerist það ekki oft eins og þeir vita sem mig þekkja. Mikið er búið að setja út á stöðuveitingar hjá ,,Framsókn" síðustu árin þó svo ég ætli ekki að taka upp hanskan fyrir þá enda ekki af því sauðahúsi ! En nóg fannst mér þeir fara illa með hann bróður minn á sínum tíma, mann sem er til fyrirmyndar í því sem hann tekur sér fyrir hendur,alger reglumaður og alltaf til taks fyrir þá! Já, en nú er það ekki FRAMSóKN sem sér um sína þegar er um stöðuveitingar er að ræða. Og hvað gerist? Nú er nóg að vera með reynslu. En hver er ekki með reynslu sem komin er á miðjan aldur. Nú síðast var sett í stöðu Forstöðumanns Litla Hrauns og hef ég ekkert út á i Margreti Frímannsdóttur að setja þó síður væri. Hún er jú eins og alþjóð veit, mæt og góð kona. En hvað er ekki hægt að komast langt á sínu gamla og góða ,,Gagnfræðaprófi" er við höfum reynslu, já reynslu!!!!!!! |
Bloggar | Breytt 9.1.2008 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 22:07
Tíminn líður hratt
Þá er komið nýtt ár enn einu sinni. Það sem minnti mig á hvað tíminn líður hratt, er GEISLADISKUR sem ég fékk um jólin frá yngsta bróður mínum þar sem hann blæs til þriggja daga hátiðar í júní nk. þegar hann verður 50 ára . Að sjálfsögðu verður hún (hátíðin) haldin á æskuheimili okkar á Grund í Súðavík. Á disknum eru gamlar og góðar myndir frá uppvexti okkar sem teknar eru við hin ýmsu tækifæri og var ekki laust við að ég táraðist við að sjá þær er ég hugsaði til bernsku okkar. Einnig eru stórkostlegar myndir sem sýna hvað Álftafjörðurinn okkar við Djúp er fallegur og lognið þar er engu öðru líkt. Ég hlakka mikið til sumarsins.
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2007 | 22:44
Prestaskrif
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2007 | 07:31
Gleðileg jól!
Á Þorláksmessu komum við systkinin öll saman í hádeginu hjá Jóa (kokk) bróður okkar ásamt fleiri fjölskyldu meðlimum og á borðum var skötustappa að vestf. sið ásamt fleira góðmeti fyrir þá ,,sérvitru"sem ekki borða stöppuna.Eins og venjulega hjá Ólöfu og Jóa ákaflega notaleg samverustund stór fjölskyldunnar.Fórum við hjónin svo að venju með jólagreinar til látina ástvina sem hvíla í kirkjugörðunum hér og hinna minnst sem annarstaðar hvíla..Svo rann upp aðfangadagur,og byrjuðum við á því að fara með pakka til þriggja einsæðinga sem dvelja á sjúkrastofnun,og þegar heim var komið birtust barnabörnin fljótlega að sækja jólapakkana sína.Klukkan sex vorum við svo mætt í Lambaselið til Gísla sonar míns og konu hans Bjarkar Ínu ásamt börnum þeirra sem eru Hrannar Logi ,Elma Dröfn og Maren Rún.Einnig var mætt á staðin dóttir mín Kristin sem býr á Akureyri ásamt nýjasta fjölskyldumeðlimnum tíkinni,,Bríeti"sem nú upplifði sín fyrstu jól.Maturinn var ,,DÁSAMLEGUR" og kvöldstundin yndisleg! |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2007 | 11:33
Til umhugsunar fyrir jólin!
Maður nokkur skammaði þriggja ára dóttur sína fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír,þegar hún var að reyna að skreyta lítið box.Ekki var mikið til af peningum til og honum þótti hún vera of ,,eyðslusöm".Stúlkan setti samt boxið undir jólatréð,og á Aðfangadagskvöld færði hún pabba sínum það í ,,jólagjöf". Þetta er handa þér elsku pabbi minn,við þetta skammaðist faðirinn sín fyrir viðbrögð sín daginn áður.Reiði hans gaus þó upp að nýju ,er hann sá að boxið var tómt! Hann kallaði til hennar ,, veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf ! - þá á eitthvað að vera í henni "Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: Ó elsku pabbi minn , boxið er ekki tómt,- ég blés fullt af kossum í það , bara fyrir þig, .pabbi minn " Faðirinn tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana fyrirgefningar um leið og hann þakkaði henni fyrir bestu gjöfina sína.. Í vissun skilningi höfum við allar,, manneskjur "tekið á móti boxum frá börnunum okkar full að skilyrðis-lausri ást og kossum .Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta handfylli af minningum-og þær munu verma hjarta þitt ! |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2007 | 19:26
Þorláksmessa nálgast!
Nú líður að þorláksmessu og þá komum við systkinin frá Grund oftast saman hjá bróður okkar Jóa ,,kokk"og hans ágjætu konu Ólöfu í hádeginu.Við borðum að sjálfssögðu vel kæsta skötustöppu ávestfirzka vísu,með viðeigandi meðlæti og eigum notalega stund saman,umræðan er gjarnan um bernsku ár okkar í Súðavík.Á meðan Kristín mín bjó á Snorrabrautinni var alltaf opið hús hjá henni seinni partinn á þorláksmessu og súpa í boði,einn af bestu vinum barna minna Gunnar Jónsson (Gussi)hjálpaði henni við eldamennskuna. Kristín flutti á Akureyri en Gunnar vinnur á Kaffi Oliver og hefur fundið upp nýja súpu ,,HANGIKJÖTSúpu" sem boðið er uppá á Oliver.Til hamingju Gunnar! |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2007 | 22:24
Hugsum um náungan-jólin koma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 15:06
Með Flensu !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2007 | 06:41
Komin heim frá Köben!
Ferðin heppnaðist mjög vel, og góð samvera með ferðafélögunum fjórum sem bjuggu með okkur á Röde-Mellemvej 16, hjá henni Vilborgu.Við fórum í Tívolí, og ég komst í ,,RÚSSÍBANAN" þökk sé Kolbeini sem fór með mér ,og voru 50 ár frá því hann fór síðast! Náði mér svo í mjög slæmt kvef, svo ég lá í rúminu síðasta daginn .En mér tókst að versla allar jólagjáfir og líka afmælisgjafir fyrir janúarbörnin. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Svanfríður Guðrún Gísladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar